KF Global Value

Fyrir hverja?

  • Hentar fjárfestum sem þekkja til áhættu tengdri hlutabréfasjóðum og geta sætt sig við sveiflur í gengi sjóðsins
  • Fjárfest er í auðseljanlegum erlendum hlutabréfum meðalstórra og minni fyrirtækja
  • Viðmið: MSCI World vísitala
  • Hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum

Eignasamsetning

Ávöxtun

 Rekstrarform:     Verðbréfasjóður
 Stýring:   Stefnir hf.
 Sjóðstjóri          Guðjón Ármann Guðjónsson
 Gjaldmiðill:  EUR
 Stofnár:      2002
 Gengismunur:  2%
 Umsýsluþóknun:  1,5%
 Lágmarksfjárfesting:  10.000 kr. einstök kaup - 5.000 kr. í áskrift
 Viðskiptatími:  9:00 - 13:00
 Uppgjörstími:    3 virkir dagar
 Vörsluaðili:  Banque de Luxembourg

Sjóðurinn er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Áhættuflokkun

Stefnir hf. hefur skipt sjóðum sem það rekur í sjö flokka. Flokkunin byggist á mati á því hversu mikilla sveiflna í ávöxtun má vænta í framtíðinni, en flokkunin mælir aftur á móti ekki almenna áhættu við að fjárfesta í sjóðnum.



Einungis er hægt að kaupa í sjóðnum með fjárfestingahæfum gjaldeyri sbr 5.gr reglna um gjaldeyrismál 370/2010 frá 29. Apríl 2010.

Almennur fyrirvari verðbréfasjóða

Um verðbréfasjóði gilda að sumu leyti aðrar reglur en gilda um fjárfestingarsjóði skv. lögum nr. 128/2011, t.d. varðandi fjárfestingarheimildir og innlausnarskyldu. Fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða eru takmarkaðri skv. lögunum. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun verðbréfasjóða gefur ekki vísbendingu um framtíðar ávöxtun þeirra.



Nánari upplýsingar um framangreint má nálgast í útboðslýsingu eða lykilupplýsingablaði sjóðsins á heimasíðu Stefnis.



Með setningu laga nr. 55/2011 voru gerðar breytingar til bráðabirgða á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, með síðari breytingum. Samkvæmt 5. tl. 16. mgr. ákvæðis laganna til bráðabirgða er tryggingavernd innstæðna verðbréfa- og fjárfestingarsjóða afnumin. Í lögunum kemur fram að með innstæðu er átt við inneign á reikningi í eigu viðskiptamanns hjá innlánsstofnun, að meðtöldum áföllnum vöxtum og verðbótum, og millifærslu í hefðbundinni almennri bankastarfsemi, sem innlánsstofnun ber að endurgreiða samkvæmt lögum og umsömdum skilmálum, og hlutdeild viðskiptamanns í reikningi innlánsleiðar vörsluaðila lífeyrissparnaðar hjá innlánsstofnun. Lántökur innlánsstofnunar, eiginfjárreikningar, heildsöluinnlán og safnreikningar, aðrir en reikningar innlánsleiða vörsluaðila lífeyrissparnaðar, teljast ekki til innstæðna. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á www.tryggingarsjodur.is.



Vert er að benda á að samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október 2008 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er ekki kveðið á um gildistíma. Þá kom fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þann 3. febrúar 2009 að fyrri yfirlýsing væri í fullu gildi og að hún yrði ekki afnumin fyrr en hið nýja íslenska fjármálakerfi hefði sannað sig og þá yrði gefinn aðlögunartími.



Bent skal á að á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, sem gert er ráð fyrir að nemi lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta úr gildi. Verði það frumvarp samþykkt, eða annað slíkt, kann það hafa í för með sér frekari breytingar á núgildandi fyrirkomulagi um innstæðutryggingar. 

 

Einungis er hægt að kaupa í KF Global Value með fjárfestingahæfum gjaldeyri sbr 5.gr reglna um gjaldeyrismál 370/2010 frá 29. Apríl 2010.

Reglur um gjaldeyrismal

Helsti söluaðili sjóða Stefnis er Arion banki, hægt er að eiga viðskipti með sjóði í næsta útibúi eða í gegnum Netbanka. Sérfræðingar verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka veita upplýsingar um sjóðina í síma 444-7000 og fyrirspurnir má senda á verdbrefathjonusta@arionbanki.is.

Við bendum á að í netbanka Arion banka er viðskiptavinum veittur 25% afsláttur af gengismun sjóða Stefnis. Enginn gengismunur er í Stefni – Ríkisvíxlasjóð og Stefni – Lausfjársjóð. 

Frekari upplýsingar um kaup í sjóðum má finna í spurt og svarað um sjóði

Upplýsingar um aðra söluaðila má finna hér.