Frétt

02. ágúst 2017

Stefnir – Erlend hlutabréf -ISK og -EUR og Stefnir – Scandinavian Fund sameinast

Stefnir – Erlend hlutabréf -ISK og -EUR og Stefnir – Scandinavian Fund sameinast

Verðbréfasjóðirnir Stefnir – Erlend hlutabréf –ISK og –EUR og Stefnir – Scandinavian Fund verða sameinaðir þann 31. ágúst nk. undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Við sameininguna tekur Stefnir - Scandinavian Fund við öllum eignum og skuldbindingum sjóðanna sem í kjölfarið verður slitið. Hægt er að eiga viðskipti með Stefni – Erlend hlutabréf –ISK og -EUR til og með 23. ágúst nk.

Með samrunanum er vöruframboð erlendra sjóða einfaldað auk þess sem nokkurt hagræði næst í rekstri sjóðanna. Eftir samruna munu hlutdeildarskírteinishafar njóta krafta stærri sjóðs en áður.

Stefnir – Scandinavian Fund fjárfestir að stærstum hluta í bréfum fyrirtækja sem tilheyra Skandinavíu, og hefur að auki heimild til fjárfestingar í bréfum fyrirtækja í Eystrasaltsríkjunum. Sjóðurinn hentar stofnanafjárfestum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...