Frétt

09. október 2018

Stefnir er aðili PRI

Stefnir hefur undirritað reglur þess efnis að innleiða og vinna eftir reglum PRI, helsta málsvara ábyrgra fjárfestinga á heimsvísu.

Með undirritun reglnanna staðfestum við sem stofnanafjárfestar að við búum við skyldur þess efnis að vinna að langtíma hagsmunum okkar haghafa. Samkvæmt umboðsskyldu okkar trúum við að umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir (UFS e. ESG) geti haft áhrif á frammistöðu eignasafna (þó með mismunandi hætti eftir félögum, geirum, heimssvæðum, eignaflokkum og með tíma). Við gögnumst einnig við því að með innleiðingu þessara reglna getum við samstillt hag fjárfesta með heildar markmiðum samfélagsins. Þess vegna, þar sem við getum og innan okkar umboðsskyldu munum við skuldbinda okkur samkvæmt þessum reglum:

  1. Við munum taka tillit til UFS málefna við mat á fjárfestingarkostum og við fjárfestingarákvarðanir.
  2. Við munum vera virkir eigendur fjármagns og innleiða UFS málefni í eigendastefnu okkar og við framkvæmd hennar.
  3. Við munum sækjast eftir viðeigandi upplýsingum um UFS málefni hjá þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í.
  4. Við munum stuðla að því að þessar reglur PRI verði viðurkenndar og þeim framfylgt í fjárfestingarstarfsemi.
  5. Við munum vinna saman til að auka hæfni okkar til að framfylgja reglunum.
  6. Við munum öll gera grein fyrir okkar framgangi við innleiðingu reglnanna.

Frekari upplýsingar um ábyrgar fjárfestingar má nálgast hér.

Þann 14. september sl. undirritaði Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis reglur PRI fyrir hönd félagsins.
Á myndinni er einnig Fiona Reynolds, framkvæmdastjóri PRI.

 

Til baka

Fleiri fréttir

14.desember 2018

Ávöxtun skuldabréfasjóða Stefnis

Stefnir býður fjölbreytt úrval skuldabréfasjóða sem henta til skamm- og langtíma sparnaðar. Í netbanka Arion banka er auðvelt að eiga viðskipti með sjóði...

11.október 2018

Reglubreytingar sjóðanna Eignaval A, Eignaval B, Eignaval C og Eignaval Hlutabréf

Stefnir hefur sent hlutdeildarskírteinishöfum bréf vegna breytinga á reglum nokkurra sjóða. Algengum spurningum sem vakna við móttöku slíks bréf er svarað hér...

09.október 2018

Stefnir er aðili PRI

Stefnir hefur undirritað reglur þess efnis að innleiða og vinna eftir reglum PRI, helsta málsvara ábyrgra fjárfestinga á heimsvísu. Með undirritun reglnanna...

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira