Frétt

27. mars 2020

Ný stjórn kosin á aðalfundi Stefnis

Ný stjórn kosin á aðalfundi Stefnis

Á aðalfundi Stefnis þann 27. mars 2020 voru gerðar breytingará samþykktum Stefnis hf. sem fela í sér að stjórn félagsins er nú skipuð þremur einstaklingum í stað fimm auk lögákveðins fjölda varamanna.

Á þessum tímamótum hafa Flóki Halldórsson, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Sóphusdóttir og Þórður Sverrisson gengið úr stjórn Stefnis. Í þeirra stað koma ný inn í stjórnina þau Guðfinna Helgadóttir sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Arion banka og Jón Óttar Birgisson framkvæmdastjóri. Guðfinna og Jón Óttar hafa bæði fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði og eignastýringartengdri starfsemi.

Stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi nýkosinnar stjórnar og Sigrún Ragna Ólafsdóttir mun áfram gegna stjórnarformennsku. 

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...