Frétt

08. október 2020

Stefnir hlýtur viðurkenningar fyrir árangur í rekstri

Stefnir er níunda árið í röð í 2% hópi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar hjá Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtækið árið 2020. Val á Framúrskarandi fyrirtæki er fyrst og fremst viðurkenning á því að fyrirtæki byggi rekstur sinn á sterkum stoðum til langs tíma og efli hag fjárfesta og hluthafa.

Stefnir er einnig í hópi 2,7% fyrirtækja landsins sem fær viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020 og uppfyllti þar með ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar fjórða árið í röð.

Stefnir var á árinu 2012 fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta viðurkenninguna „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Í ár hlaut Stefnir í níunda sinn þá viðurkenningu ásamt 17 öðrum fyrirtækjum á landinu. Viðurkenningin er veitt af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtök atvinnuífsins og Nasdaq Iceland.

 

        

 

Til baka

Fleiri fréttir

27.nóvember 2020

Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa

Stefnir hefur stofnað nýjan fjárfestingarsjóð, Stefni – Vaxtasjóð. Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni innlendra og erlendra skuldabréfa útgefnum af...

23.nóvember 2020

Stefnir er aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar

Stefnir hefur á síðustu árum stigið mikilvæg skref í því að vera leiðandi í ábyrgum fjárfestingum.

20.nóvember 2020

Stefnir fær starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) veitti Stefni hf. starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða sbr. 6. gr. laga nr. 45/2020, um...

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira