Frétt

08. október 2020

Stefnir hlýtur viðurkenningar fyrir árangur í rekstri

Stefnir hlýtur viðurkenningar fyrir árangur í rekstri

Stefnir er níunda árið í röð í 2% hópi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar hjá Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtækið árið 2020. Val á Framúrskarandi fyrirtæki er fyrst og fremst viðurkenning á því að fyrirtæki byggi rekstur sinn á sterkum stoðum til langs tíma og efli hag fjárfesta og hluthafa.

Stefnir er einnig í hópi 2,7% fyrirtækja landsins sem fær viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020 og uppfyllti þar með ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar fjórða árið í röð.

Stefnir var á árinu 2012 fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta viðurkenninguna „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Í ár hlaut Stefnir í níunda sinn þá viðurkenningu ásamt 17 öðrum fyrirtækjum á landinu. Viðurkenningin er veitt af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtök atvinnuífsins og Nasdaq Iceland.

 

        

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...