Frétt

16. september 2015

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Á Strategíudeginum sem haldinn var þann 10. september sl. hélt Flóki Halldórsson framkvæmdastjóri Stefnis erindi um stjórnarhætti og stofnanafjárfesta.

Flóki lýsti þróun eignarhalds á skráðum hlutabréfum á Íslandi og auknu vægi stofnanafjárfesta í því sambandi. Stefnir setti sér reglur um meðferð umboðsatkvæða árið 2013 og í endurskoðuðum reglum árið 2015 kveður á um að Stefnir birtir hér á heimasíðu sinni hvernig meðferð atkvæða er háttað. Hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum Stefnis geta því fylgst með hvernig Stefnir ráðstafar atkvæðum á hluthafafundi fyrir þeirra hönd og vonast er til að þetta aukna gagnsæi í starfsemi Stefnis sé til hagsbóta fyrir hlutdeildarskírteinishafa sjóðanna.

Hér má sjá umfjöllum Morgunblaðsins frá 12. september 2015 um erindi Flóka á Strategíudeginum. 

Til baka

Fleiri fréttir

02.nóvember 2021

Til hamingju Stefnir – Samval hs.

Sjóðir Stefnis eiga margir hverjir langa og farsæla ávöxtunarsögu. Einn þeirra er Stefnir – Samval hs. sem fagnar nú 25 ára samfelldri rekstrarsögu. Stefnir –...

30.júlí 2021

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir hf. styrkir eitt vinsælasta golfmót ársins, Einvígið á Nesinu, en mótið er góðgerðamót sem haldið er á vegum Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi.

13.júlí 2021

Einfalt og öruggt að fjárfesta í sjóðum Stefnis í Arion appinu

Nú er mögulegt að fjárfesta í sjóðum Stefnis með nokkrum smellum í Arion appinu og fá góða heildarsýn, stöðu sjóða og hreyfingaryfirliti.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira