Frétt

16. september 2015

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Á Strategíudeginum sem haldinn var þann 10. september sl. hélt Flóki Halldórsson framkvæmdastjóri Stefnis erindi um stjórnarhætti og stofnanafjárfesta.

Flóki lýsti þróun eignarhalds á skráðum hlutabréfum á Íslandi og auknu vægi stofnanafjárfesta í því sambandi. Stefnir setti sér reglur um meðferð umboðsatkvæða árið 2013 og í endurskoðuðum reglum árið 2015 kveður á um að Stefnir birtir hér á heimasíðu sinni hvernig meðferð atkvæða er háttað. Hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum Stefnis geta því fylgst með hvernig Stefnir ráðstafar atkvæðum á hluthafafundi fyrir þeirra hönd og vonast er til að þetta aukna gagnsæi í starfsemi Stefnis sé til hagsbóta fyrir hlutdeildarskírteinishafa sjóðanna.

Hér má sjá umfjöllum Morgunblaðsins frá 12. september 2015 um erindi Flóka á Strategíudeginum. 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...