Frétt

25. nóvember 2015

Breyting á reglum Stefnis – Lausafjársjóðs

Breyting á reglum Stefnis – Lausafjársjóðs

Fjármálaeftirlitið hefur staðfest reglubreytingar fjárfestingarsjóðsins Stefnis – Lausafjársjóðs. Hlutdeildarskírteinishöfum hefur borist bréf vegna þessa og eru breytingarnar taldar upp hér.

  • Sjóðurinn hefur nú heimild til að fjárfesta í víxlum og skuldabréfum fjármálafyrirtækja, allt að 50%. Þar er til þess að líta að almennt bjóðast betri kjör þegar fjárfest er í þeim en þegar fjárfest er í innlánum. Áhætta sjóðsins eykst þó almennt ekki við þá ráðstöfun.
  • Viðmið um að 10% eigna sjóðsins skuli vera laust hvern dag hefur verið fellt út með vísan til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa. Í ljósi stærðar sjóðsins og með tilliti til bættra aðferða við lausafjárstýringu hans þykir ekki ástæða til að hafa svo hátt hlutfall eigna í lausu fé.
  • Framsetningu þóknana Stefnis hf. er breytt en um er að ræða staðlaða málsgrein í sjóðum í rekstri félagsins. Þóknunin sjálf er óbreytt.
  • Framsetningu heimildar sjóðsins til hámarksfjárfestingar í einstökum aðilum hefur verið uppfærð til samræmis við að honum er nú heimilt að fjárfesta í víxlum fjármálafyrirtækja. Hámarksfjárfesting í einum aðila er nú 40%, að uppfylltum sérstökum skilyrðum.

Nýja útboðslýsingu má nálgast hér í heild sinni.

Við minnum á að afgreiðslugjald vegna viðskipta með sjóði í netbanka Arion banka hefur verið afnumið.

Frekari upplýsingar um Stefni – Lausafjársjóð má finna hér.

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...