Frétt

27. nóvember 2020

Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa

Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa

Stefnir hefur stofnað nýjan fjárfestingarsjóð, Stefni – Vaxtasjóð. Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni innlendra og erlendra skuldabréfa útgefnum af fyrirtækjum, fjármálastofnunum, opinberum aðilum og fleirum. Sjóðurinn nýtir sömuleiðis þau tækifæri sem gefast til kaupa í grænum og sjálfbærum skuldabréfum fyrirtækja sem standa til boða.

„Við sjáum mikil tækifæri í fyrirtækjaútgáfum, bæði skuldabréfum og víxlum, það er markmið okkar að styðja við þessa þróun eins og okkur er kostur. Við viljum bjóða okkar viðskiptavinum fjölbreytt sjóðaúrval og margir leita nú í sjóði sem gefa hærri ávöxtun en gengur og gerist á innlánsreikningum og styttri sjóðum. Stefnir – Vaxtasjóður gæti því hentað þeim sem vilja leita í ávöxtun tryggra útgefenda til lengri tíma sem þó getur sveiflast nokkuð í takt við breytingar á markaði“ segir Sævar Ingi Haraldsson sjóðstjóri Stefnis – Vaxtasjóðs.

Sjóðurinn hentar einstaklingum, lögaðilum og fagfjárfestum. Allar upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu Stefnis s.s. lykilupplýsingar og útboðslýsingu. Viðskipti með sjóðinn fram í netbanka Arion banka þar sem veittur er 25% afsláttur af upphafsþóknun.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...