Frétt

02. nóvember 2021

Til hamingju Stefnir – Samval hs.

Til hamingju Stefnir – Samval hs.

Sjóðir Stefnis eiga margir hverjir langa og farsæla ávöxtunarsögu. Einn þeirra er Stefnir – Samval hs. sem fagnar nú 25 ára samfelldri rekstrarsögu. Stefnir – Samval hs. er einn af elstu og fjölmennustu sjóðum landsins.

Sjóðurinn hefur víðar fjárfestingarheimildir og veitir það tækifæri til þess að færa eignir á milli þeirra eignaflokka sem vænlegastir þykja hverju sinni.

Það er ánægjulegt hversu margir einstaklingar eru sjóðfélagar í sjóðnum og eru þeir nú um 4500 talsins. Margir þeirra hafa um árabil verið skráðir í reglulegan sparnað í sjóðnum.

Á sama tíma og við óskum sjóðsfélögum í Stefni-Samvali til hamingju með 25 ára afmælið bendum við á að það er aldrei of seint að hefja sparnað í sjóðum Stefnis.

Hægt er að eiga viðskipti með sjóði Stefnis og skrá sig í reglubundinn sparnað með nokkrum smellum í Arion appinu.

 

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...