Frétt

28. mars 2018

Áhrif og ákvarðanir stjórna. Ráðstefna um góða stjórnarhætti í Háskóla Íslands.

Stefnir hefur um árabil stutt við málefni góðra stjórnarhátta og var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að hljóta nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Þann 10. apríl næstkomandi verður ráðstefna á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti í Háskóla Íslands. Aðalfyrirlesari er Bob Garratt, Prófessor við Cass Business School, London og höfundur bókarinnar: Stop the Rot: Reframing Governance for Directors and Politicians.

Flóki Halldórsson framkvæmdastjóri Stefnis tekur þátt í pallborðsumræðum um áhrif og ákvarðanir stjórna ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórði Magnússyni og Þóreyju S. Þórðardóttur.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu má finna hér.

Til baka

Fleiri fréttir

28.mars 2018

Áhrif og ákvarðanir stjórna. Ráðstefna um góða stjórnarhætti í Háskóla Íslands.

​Stefnir hefur um árabil stutt við málefni góðra stjórnarhátta og var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að hljóta nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum...

02.mars 2018

Ársreikningur Stefnis 2017 - Sterkt rekstrarár að baki

Hagnaður Stefnis á árinu 2017 nam 1.680 milljónum króna samkvæmt ársreikningi félagsins. Eigið fé félagsins í lok ársins nam rúmum 3,2 milljörðum króna.

14.febrúar 2018

Sjóðir Stefnis kaupa hlut í Arion banka

Arion banki og Kaupþing hafa tilkynnt um sölu á 5,34% hlut í bankanum. Fjórir sjóðir í rekstri Stefnis eru meðal kaupenda. Um eftirtalda sjóði er að ræða: