Þetta er markaðsefni
Kaupa í sjóðiFjárfestingarstefna
Katla Fund – Global Equity fjárfestir í erlendum rekstrarfélögum sem að mati sjóðsstjóra búa yfir varanlegum samkeppnisforskotum. Lögð er áhersla á að fjárfesta í traustum rekstrarfélögum sem sýnt hafa fram á háa og stöðuga arðsemi, eru hóflega skuldsett og standa frammi fyrir umfangsmiklum tækifærum til innri vaxtar. Sjóðurinn fjárfestir á hverjum tíma í þeim félögum, atvinnugreinum og landsvæðum sem að mati sjóðsstjóra eru líklegastir til að skila sem bestri ávöxtun. Markmið sjóðsins er að leita langtímaávöxtunar umfram árangur MSCI WORLD net Total Return EUR Index. Sjóðurinn hentar þeim sem vilja ná fram áhættudreifingu með fjárfestingu í erlendum hlutabréfum og þola miklar sveiflur í ávöxtun.
Eignaskipting
Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð.
Nafnávöxtun (ISK)Nafnávöxtun (EUR)
Verðþróun (EUR)
Áhætta tengd fjárfestingu
Fjárfesting í sjóðnum felur í sér ýmsa áhættu sem getur haft áhrif á ávöxtun og leitt til þess að hluti eða öll fjárfesting tapist. Áður en fjárfest er ættu fjárfestar að kynna sér vandlega útboðslýsingu, upplýsingablað og lykilupplýsingar og meta eigin fjárhags- og skattalega stöðu.
Verðmæti hluta sjóðsins getur sveiflast vegna markaðs-, efnahags-, stjórnmála- og umhverfisþátta. Helstu áhættur eru meðal annars:
- Markaðs- og hlutabréfaáhætta: Verð verðbréfa getur sveiflast mikið, sérstaklega hlutabréfa og nýskráninga.
- Skuldabréfa- og vaxtaáhætta: Gildi skuldabréfa getur lækkað ef vextir hækka eða útgefandi lendir í greiðsluerfiðleikum.
- Lánshæfis- og mótaðiláhætta: Útgefendur eða samningsaðilar geta brugðist skuldbindingum sínum.
- Gjaldeyris- og lausafjáráhætta: Gjaldeyrisbreytingar og takmarkað lausafé á markaði geta haft áhrif á ávöxtun.
- Áhætta á nýmarkaðssvæðum: Pólitísk óstöðugleiki, veik stjórnsýsla eða óáreiðanleg gögn geta aukið áhættu.
- Samþjöppunaráhætta: Fjárfesting í ákveðnum geirum, svæðum eða eignaflokkum getur aukið sveiflur.
- Afleiðuáhætta: Notkun fjármálalegra afleiða getur aukið bæði mögulegan hagnað og tap.
- Áhætta tengd fjárfestingarsjóðum og verðbréfalánum: Getur leitt til aukinna gjalda, minni lausafjárstöðu eða tapi réttinda.
- Skattaáhætta: Breytingar á skattalögum eða heimtum geta haft neikvæð áhrif á ávöxtun.
- UFS-áhætta: Notkun viðmiða vegna umhverfis- og félagsþátta og stjórnahátta getur takmarkað fjárfestingarkosti og haft áhrif á frammistöðu.
Fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að áhætta af fjárfestingu eykst ef hún er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna sveiflna í ávöxtun. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni og því mikilvægt fyrir fjárfesta að kynna sér slíkt.
Sérhver fjárfestir er hvattur til að framkvæma eigin athuganir og greiningar, m.a. kynna sér viðeigandi upplýsingaskjöl og leggja sjálfstætt mat á slík skjöl áður en ákvörðun er tekin um tiltekna fjárfestingu. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta. Varðandi þá sjóði sem er að finna á vefsíðu Stefnis þá má nálgast útboðslýsingu, lykilupplýsingar o.fl. vegna viðkomandi sjóðs með því að smella á heiti sjóðs. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni og því mikilvægt fyrir fjárfesta að kynna sér slíkt.
Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem Stefnir telur áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Stefnir ber enga ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem aðilar kunna að eiga í ljósi þeirra upplýsinga sem hér koma fram.
Stefnir hf. gæti ákveðið að hætta markaðssetningu sjóðsins í samræmi við 93. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (UCITS) og 32. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Sjá nánari fyrirvara hér: Almennur fyrirvari