Starfsemi
Stefnir er rótgróið íslenskt sjóðastýringarfyrirtæki með um 250 milljarða króna í virkri sjóðastýringu í lok árs 2019. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996.
Stefnir hefur á að skipa þaulreyndu starfsfólki með um 10 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði að meðaltali. Hjá Stefni starfa um 20 sérfræðingar í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið í kringum framtaksfjárfestingar.
Þróun
Félagið hefur allt frá upphafi verið í fararbroddi í þróun á nýjum tegundum sjóða, jafnt fyrir einstaklinga sem fagfjárfesta. Við þróun og stýringu sjóða er fyrst og fremst horft til hagsmuna viðskiptavina auk þess sem áhersla er lögð á árvekni, yfirsýn og öfluga fagþekkingu.Traust
Stefnir telur að traust og trúnaður séu lykilforsendur langtímasambands við viðskiptavini. Því er lögð mikil áhersla á heiðarleika í samskiptum og gegnsæi í upplýsingagjöf. Sérstök aðgát er viðhöfð við meðferð trúnaðarupplýsinga, hvort sem þær eru af viðskiptalegum eða persónulegum toga.Eignarform
Viðskiptavinir Stefnis eiga hlutdeildarskírteini í sjóðum í stýringu Stefnis. Þessi hlutdeildarskírteini eru ávísun á hlut í eignasafni sjóðanna. Eignir sjóðanna eru því alfarið í eigu hlutdeildarskírteinishafa á hverjum tíma. Lögum samkvæmt er eignum Stefnis hf. og eignum sjóða í stýringu haldið aðgreindum í fjárhagsuppgjöri. Varsla á eignum sjóðanna, ásamt útreikningi á gengi, sjóða er í höndum annars fyrirtækis, Arion banka.Öryggi
Stefnir leggur sérstaka áherslu á öryggi í allri starfsemi sinni. Í því skyni hefur hefur fyrirtækið komið sér upp margþættum eftirlits- og áhættustýringarkerfum sem byggjast meðal annars á skýrum verkferlum, ytri og innri endurskoðun, regluvörslu og sérsmíðuðum eftirlitskerfum með fjárfestingarstefnum. Jafnframt framkvæmir félagið árlega innra áhættumat á helstu rekstraráhættuþáttum. Verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir Stefnis lúta eftirliti FME, lögum samkvæmt.Stjórnarhættir
Stjórn Stefnis er skipuð þrem einstaklingum. Meirihluti stjórnarmanna er óháður Arion banka, en bankinn og tengd félög eru eigendur alls hlutafjár í Stefni. Stjórn Stefnis hefur einsett sér að ástunda góða og vandaða stjórnarhætti. Stefnir hefur hlotið vottun Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands um góða stjórnarhætti frá árinu 2012.Lögformlegt hlutverk
Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Félagið starfar á grundvelli starfsleyfa frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt heimild í lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt heimild í lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Auk þess tekur starfsleyfi rekstrarfélagsins til eignastýringar, fjárfestingaráðgjafar og vörslu og umsýslu hlutdeildarskírteina eða hluta sjóða um sameiginlega fjárfestingu.
Útgefið hlutafé Stefnis er 43,5 milljónir króna. Hlutfallslegt eignarhald skiptist milli Arion banka hf. 99,93% og Gen hf. 0,07%. Endurskoðandi félagsins er Deloitte ehf.
Rekstrarform sjóða
Allir sjóðir eru reknir af Stefni hf. í stað þess að vera sjálfstæðir lögaðilar eins og þeir voru fyrir gildistöku laga nr. 30/2003. Meiri kröfur eru þannig gerðar til sjálfstæðis og styrkleika rekstrarfélaga en áður var. Í útboðslýsingum sem samdar hafa verið fyrir alla sjóði í rekstri félagsins kemur fram nánari lýsing á starfsemi rekstrarfélagsins en þær má nálgast í upplýsingablöðum viðkomandi sjóða.
Hér fyrir neðan gefur að líta hvaða félög hafa verið sameinuð undir nafni Stefnis hf., kt. 700996-2479:
- Kaupþing-Eignastýring ehf. kt. 440195-2539
- Hávöxtunarfélagið hf. kt. 611284-0479
- Ævisjóðurinn hf. kt. 601097-2579
- Verðbréfasjóður Búnaðarbankans hf. kt. 700996-2639
- Fjárfestingasjóður Búnaðarbankans hf. kt. 611299-4949
- Vísitölusjóður BÍ hf. kt. 670901-3270
Á hluthafafundi Stefnis hf. þann 27. mars 2020 voru eftirfarandi aðilar kjörnir í aðal- og varastjórn félagsins:
Aðalstjórn
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, stjórnarformaður, sjálfstætt starfandi
![]() |
Formaður stjórnar Stefnis er Sigrún Ragna Ólafsdóttir fædd 1963. Sigrún Ragna hefur fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði. Sigrún Ragna var forstjóri VÍS á árunum 2011-2016. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka og þar áður hjá Deloitte, þar sem hún var meðeigandi. Sigrún Ragna hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, í mörgum ólíkum geirum. Þar má nefna Vörð tryggingar, Reiknistofu bankanna, Auðkenni, Creditinfo Group og Creditinfo Lánstraust. Sigrún Ragna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Sigrún Ragna eða tengdir aðilar eiga enga eignarhluti eða kauprétti í félaginu og engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða hluthafa Stefnis. |
Jón Óttar Birgisson, varaformaður stjórnar
![]() |
Varaformaður stjórnar er Jón Óttar Birgisson fæddur 1974. Jón Óttar hefur yfir 20 ára reynslu af fjármálamörkuðum og fyrirtækjarekstri. Jón Óttar starfar sem framkvæmdastjóri Stöplar Advisory ehf., sem sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf m.t.t. endurskipulagningar, samruna og fjármögnunar. Áður starfaði hann sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá MP banka og þar áður sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Saga Capital. Jón Óttar er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið próf í verðbréfaviðskiptum. Jón Óttar eða tengdir aðilar eiga enga eignarhluti eða kauprétti í félaginu. |
Guðfinna Helgadóttir, stjórnarmaður
![]() |
Guðfinna Helgadóttir situr í stjórn Stefnis og er fædd 1976. Guðfinna starfar sem sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Arion banka hf. og hefur yfir 20 ára starfsreynslu á fjármálamörkuðum. Guðfinna hefur unnið að stefnumótun og viðskiptaþróun hjá Arion banka á síðastliðnum árum fyrir m.a.a eignastýringarsvið. Guðfinna er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykajvík og hefur lokið próf í verðbréfaviðskiptum. Guðfinna eða tengdir aðilar eiga enga eignarhluti eða kauprétti í félaginu. Guðfinna er starfsmaður Arion banka, sem fer beint og óbeint með alla eignarhluti í Stefni hf. Guðfinna telst því háð félaginu og hluthafa þess. |
Varastjórn
- Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, sviðsstjóri á viðskiptabankasviði hjá Arion banka hf.
- Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Meirihluti stjórnarmanna er óháður Arion banka hf., móðurfélagi Stefnis hf.
Framkvæmdastjóri
Jóhann Georg Möller, framkvæmdastjóri Stefnis
![]() |
Framkvæmdastjóri Stefnis er Jóhann Georg Möller. Jóhann hefur starfað á fjármálamarkaði í 20 ár og hjá Stefni frá árinu 2006 við stýringu á innlendum hlutabréfasjóðum auk þess að veita hlutabréfateymi félagsins forstöðu síðastliðin 3 ár. Jóhann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Jóhann eða tengdir aðilar eiga enga eignarhluti eða kauprétti í félaginu og engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða hluthafa Stefnis. |
Endurskoðunar- og áhættunefnd
Stjórn Stefnis hefur skipað endurskoðunar- og áhættunefnd Stefnis og er hún starfrækt sbr. 108 gr. a laga nr. 3/2006 um ársreikninga þar sem kveðið er á um að einingar tengdum almannahagsmunum skuli hafa endurskoðunarnefnd sem skipuð skal eigi færri en þremur mönnum.
Nefndina skipa:
- Guðfinna Helgadóttir
- Jón Óttar Birgisson
- Sigrún Ragna Ólafsdóttir
Meirihluti nefndarmanna er óháður félaginu og Arion banka hf., móðurfélagi Stefnis hf.
Reglur Stefnis hf. um framkvæmd starfa endurskoðunar- og áhættunefndar
Nafn | Starfssvið | Svið | Tölvupóstur |
---|---|---|---|
Anna Kristjánsdóttir | Forstöðumaður | Skuldabréf | anna.kristjansdottir(hjá)stefnir.is |
Ari Ólafsson | Sjóðstjóri | Sérhæfðar fjárfestingar | ari.olafsson(hjá)stefnir.is |
Arnar Ragnarsson | Forstöðumaður | Sérhæfðar fjárfestingar | arnar.ragnarsson(hjá)stefnir.is |
Dýri Kristjánsson | Sjóðstjóri | Hlutabréf og blandaðir sjóðir | dyri.kristjansson(hjá)stefnir.is |
Eiríkur Ársælsson | Sérfræðingur | Sérhæfðar fjárfestingar | eirikur.arsaelsson(hjá)stefnir.is |
Heiðar Ingi Ólafsson | Sjóðstjóri | Sérhæfðar fjárfestingar | heidar.olafsson(hjá)stefnir.is |
Jóhann Georg Möller | Framkvæmdastjóri |
Rekstur | johann.moller(hjá)stefnir.is |
Kristbjörg M Kristinsdóttir | Fjármálastjóri | Rekstur | kristbjorg.kristinsdottir(hjá)stefnir.is |
Kristín Ágústsdóttir | Sérfræðingur | Rekstur | kristin.agustsdottir(hjá)stefnir.is |
Magnús Örn Guðmundsson | Forstöðumaður | Hlutabréf og blandaðir sjóðir | magnus.gudmundsson(hjá)stefnir.is |
Óðinn Árnason | Sjóðstjóri | Hlutabréf og blandaðir sjóðir | odinn.arnason(hjá)stefnir.is |
Per Matts Henje | Sjóðstjóri | Hlutabréf og blandaðir sjóðir | per.henje(hjá)stefnir.is |
Sigurður Óli Hákonarson | Sjóðstjóri | Skuldabréf | sigurdur.hakonarson(hja)stefnir.is |
Sævar Ingi Haraldsson | Sjóðstjóri | Skuldabréf | saevar.haraldsson(hjá)stefnir.is |
Theodór Sölvi Blöndal |
Sérfræðingur |
Hlutabréf og blandaðir sjóðir |
theodor.blondal(hjá)stefnir.is |
Trausti V. Gunnlaugsson |
Sérfræðingur í söluteymi |
Rekstur |
trausti.gunnlaugsson(hjá)stefnir.is |
Tryggvi Páll Hreinsson | Sjóðstjóri | Hlutabréf og blandaðir sjóðir | tryggvi.hreinsson(hjá)stefnir.is |
Vigdís Hauksdóttir | Sérfræðingur | Rekstur | vigdis.hauksdottir(hjá)stefnir.is |
Þorgerður Arna Einarsdóttir | Sjóðstjóri | Sérhæfðar fjárfestingar | thorgerdur.einarsdottir(hjá)stefnir.is |
Þorsteinn Andri Haraldsson | Sérfræðingur | Hlutabréf og blandaðir sjóðir | thorsteinn.haraldsson(hjá)stefnir.is |
Til að sinna hlutverki okkar og styðja við áherslur höfum við eftirfarandi kennisetningar að leiðarljósi:
Árangur í krafti kunnáttu
Styrkur okkar felst í öflugri samsetningu þekkingar, reynslu, faglegra stjórnunarhátta og faglegrar stýringar sjóða. Vönduð vinnubrögð, ábyrgð og áreiðanleiki leggja grunn að árangri til langframa.
Þannig stöndum við traustan vörð um hagsmuni viðskiptavina.
Metnaður til að skara fram úr
Við erum framsækin, áræðin og kraftmikil og förum hiklaust nýjar leiðir að settu marki. Frjó hugsun, metnaður og fjárhagslegt bolmagn leggja grunn að forystu okkar í þróun nýrra fjármálaafurða
Þannig sköpum við mikilvæg sóknarfæri til að skara framúr í þágu viðskiptavina.
Samtaka í sterku liði
Verklag okkar einkennist af skýrt mótaðri teymisvinnu, gagnkvæmri virðingu og góðum liðsanda þar sem við styðjum hvert annað í starfi. Við erum þekkt fyrir vel ígrundaðar ákvarðanir sem við endurskoðum markvisst og metum á nýjum forsendum.
Þannig hámörkum við samvirkni öflugrar liðsheildar til að tryggja viðskiptavinum afburða þjónustu.