Fjölmiðlar

23. janúar 2023

Stefnir og Fjármálakastið í samstarf

Stefnir verður aðalstyrktaraðili Fjármálakastsins sem er hlaðvarp fyrir áhugafólk um fjármál, hagfræði og efnahagsmál. Þættirnir koma út einu sinni í viku inn á allar helstu hlaðvarpsveitur og inn á podcast.is.

Nánar

30. desember 2022

SÍA III, framtakssjóður í rekstri Stefnis selur hlut sinn í Reykjavík EDITION hótelinu

SÍA III hefur gengið frá sölu á öllum eignarhlut sínum í Reykjavík EDITION hótelinu í gegnum félagið Mandólín hf. en SÍA III á um 50% hlut í Mandólín sem átti um 70% hlut í Reykjavík EDITION.

Nánar

30. desember 2022

100% afsláttur af sjóðum til 10. janúar

Engin þóknun er við kaup á sjóðum Stefnis frá 30. desember 2022 og til og með 10. janúar 2023. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í Arion appinu eða Netbanka.

Nánar

21. desember 2022

Vilt þú leiða sérhæfðar fjárfestingar hjá Stefni?

Stefnir leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf forstöðumanns sérhæfðra fjárfestinga sem mótar stefnu og sýn í framtaksfjárfestingum, vegna fjárfestinga í hlutafé óskráðra félaga og lánsfjármögnunar í formi millilagsfjármögunar.

Nánar

20. desember 2022

Hrefna Ösp í stjórn Stefnis

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo var kosin í stjórn Stefnis þann 19. desember og tekur að sér varaformennsku en Sigrún Ragna Ólafsdóttir er stjórnarformaður Stefnis.

Nánar

14. desember 2022

Stefnir slítur SÍA I eftir sölu á hlut í Jarðborunum

Stefnir sleit í dag sjóðnum SÍA I sem hefur skilað hlutdeildarskírteinishöfum sínum rúmlega 17% ávöxtun á ári frá stofnun. Sjóðurinn var stofnaður árið 2011 og lauk fjárfestingartímabili sínu árið 2013.

Nánar

28. október 2022

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2022

Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er þetta ellefta árið í röð.

Nánar

28. október 2022

100% afsláttur af sjóðum til 6. nóvember

Engin þóknun er við kaup á sjóðum Stefnis frá 28. október og til og með 6. nóvember 2022. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í Arion appinu eða Netbanka.

Nánar

27. október 2022

Sjö ráðin til Stefnis

Nýtt teymi hefur verið stofnað innan sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis og hafa sjö starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn verið ráðnir til fyrirtækisins.

Nánar

11. október 2022

Kolviður og Stefnir gróðursetja 5.000 tré

Stefnir hefur frá árinu 2020 í samstarfi við Kolvið bundið kolefnislosun sem til kemur vegna rekstrar félagsins. Við stofnun sjóðsins Stefnis – Grænavals var ákveðið að gróðursetja 10 tré fyrir hvern aðila sem fjárfestir í sjóðnum frá stofnun hans 2021 til loka árs 2022.

Nánar

Hér er að finna myndmerki Stefnis.

Windows notendur geta hægrismellt á myndina og valið skipunina "Save Picture As..." úr listanum. Macintosh notendur geta smellt á myndina og dregið hana út á skjáborðið.

Til að vista merkið í betri upplausn er smellt á myndina, þá opnast stærri mynd.

 

null

 

Merki Stefnis í prentupplausn

 

Stefnir styrkaraðili Fjármálakastsins

Stefnir er styrktaraðili þáttarins og er því um samstarf að ræða. Stefnir er  rekstrarfélag verðbréfasjóða og rekstraraðili sérhæfðra sjóða sem lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Félagið starfar samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Efni þáttarins er almennt ekki markaðsefni í skilningi laga. Komi það til í einstaka tilvikum verður sérstaklega greint frá því. Skal þá hafa í huga það sem fram kemur hér að neðan:

Þær upplýsingar sem koma fram í hlaðvarpsþættinum eru byggðar á upplýsingum sem hafa verið birtar opinberlega og eru opinberlega aðgengilegar á þeim tíma sem hlaðvarpið var tekið upp en Stefnir getur ekki ábyrgst áreiðanleika eða réttmæti slíkra upplýsinga frá þriðja aðila. Sérstök athygli er vakin á því að áætlanir og spár geta breyst án fyrirvara, á jákvæðan og neikvæðan hátt, og eru háðar utanaðkomandi óvissu og breytum sem eru ekki á valdi Stefnis. Skoðanir sem koma fram í hlaðvarpsþættinum eru skoðanir viðkomandi viðmælenda og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Stefnis.

Upplýsingar sem fram koma í hlaðvarpsþættinum eru veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni eingöngu en fela á engan hátt í sér tilboð eða ráðleggingar um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Stefnir lætur ekki í ljós neina skoðun á núverandi eða framtíðarvirði neinna fjármálagerninga sem vísað er til í hlaðvarpsþættinum. Hlustendur bera einir ábyrgð á þeim fjárfestingaákvörðunum sem kunna að vera teknar á grundvelli atriða sem fram kunna að koma í hlaðvarpinu. Í hlaðvarpinu er ekki fjallað um alla áhættuþætti sem fylgja viðskiptum með fjármálagerninga. Hlustendur eru hvattir til þess að gera sjálfstæða könnun á þeim upplýsingum sem um ræðir og leita sér ráðgjafar áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu. Viðskipti með fjármálagerninga eru áhættusöm í eðli sínu. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlegar vísbendingar um framtíðarárangur.

Almennt séð áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu eru hlustendur hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um fjárfestingu og áhættu á heimasíðu,  söluaðila sjóða hjá Stefni.[https://www.arionbanki.is/markadir/sjodir/fjarfestingar-og-ahaetta/]

Að því er varðar verðbréfasjóði og sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta sem Stefnir markaðssetur, eru hlustendur hvattir til að kynna sér útboðslýsingu og lykilupplýsingar fyrir viðkomandi sjóð/i. Útboðslýsingar og lykilupplýsingar sjóða eru aðgengilegar á heimasíðu Stefnis, https://www.stefnir.is/sjodir/.

Stefnir hefur sett sér stefnu um meðferð hagsmunaárekstra. Hana má nálgast á heimasíðu Stefnis.