Fjárfestingarstefna
Stefnir - Ríkisskuldabréf verðtryggð hs. fjárfesta í verðtryggðum skuldabréfum og/eða öðrum verðtryggðum skuldaviðurkenningum í íslenskum krónum útgefnum af íslenska ríkinu eða með ábyrgð íslenska ríkisins (t.d. skuldabréf með ríkisábyrgð útgefin af Landsvirkjun eða Íbúðalánasjóði, en heimildin takmarkast þó ekki við þá útgefendur). Sjóðurinn hentar þeim sem vilja fjárfesta til lengri tíma og kjósa verðtryggð skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Töluverðar sveiflur geta verið í gengi sjóðsins vegna breytinga á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa.
Eignaskipting
Nafnávöxtun
Verðþróun
Fjárfestingarheimildir
Fyrirvari
Þær upplýsingar sem hér koma fram eru óendurskoðaðar.
Stefnir hf. rekur sérhæfða sjóði skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og verðbréfasjóði skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.
Vakin er sérsök athygli á að fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta telst almennt vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður. Þessi meiri áhætta er fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta meðal annars leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði.
Ávöxtun er almennt sett fram sem nafnávöxtun í uppgjörsmynt hvers sjóðs að frádregnum kostnaði sem fallið hefur á sjóðinn á hverjum tíma, svo sem umsýsluþóknun, viðskiptakostnaður og annar kostnaður. Gjald við kaup og afgreiðslugjald sem er innheimt fyrir fjárfestingu er ekki innifalið í útreikningi á ávöxtun sjóðanna.
Stefnir hefur skipt sjóðum í rekstri félagsins í sjö flokka eftir staðalfráviki vikulegrar ávöxtunar sl. 5 ára. Flokkur 1 ber minnstu sveiflurnar í ávöxtun en flokkur 7 mestu sveiflurnar. Flokkun sjóðs getur breyst ef sveiflur undirliggjandi fjármálagerninga taka breytingum. Flokkunin grundvallast á leiðbeiningum Evrópsku verðbréfaeftirlitsstofnuninni um útreikning mælikvarðans. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðar ávöxtun þeirra. Þá endurspeglar flokkun sjóða út frá sveiflum í ávöxtun þeirra ekki alla þá áhættu sem felst í fjárfestingu sjóða. Flokkunin tekur til að mynda ekki mið af hugsanlegu greiðslufalli útgefanda fjármálagernings sem sjóðurinn hefur fjárfest í, né öðrum áhættuþáttum. Flokkun sjóða ber því að taka með þeim fyrirvörum sem hér hafa verið nefndir.
Innstæður sjóða um sameiginlega fjárfestingu njóta ekki tryggingarverndar samkvæmt lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta
Nánari upplýsingar um sjóðinn, þar á meðal nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða lykilupplýsingum sjóðsins sem nálgast má í útibúum Arion banka eða á www.stefnir.is/sjodir.