Áhættuflokkun

Stefnir hf. hefur skipt verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum í rekstri félagsins í sjö flokka eftir staðalfráviki vikulegrar ávöxtunar sl. 5 ára. Flokkur 1 ber minnstu sveiflurnar í ávöxtun en flokkur 7 mestu sveiflurnar. Flokkun sjóðs getur breyst ef sveiflur undirliggjandi fjármálagerninga taka breytingum. Flokkunin grundvallast á leiðbeiningum Evrópsku verðbréfaeftirlitsstofnunarinna (e. ESMA, áður CESR) um útreikning mælikvarðans.

Mælikvarðinn byggir eingöngu á sögulegum sveiflum í ávöxtun. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð og tekur ekki mið af þeim ýmsu áhættum sem verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir kunna að búa við í rekstri sínum. Þá kann flokkunin að breytast fyrirvaralaust.

Áhættumælikvarðinn er ekki almenn lýsing á þeirri áhættu sem fylgir fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða. Öllu heldur er um að ræða tölfræðilega, hlutbundna lýsingu á einum þeirra fjölmörgu áhættuþátta sem geta verið til staðar við fjárfestingu í slíkum fjármálagerningum. Frekari umfjöllun um helstu áhættuþætti er að finna í útboðslýsingu hvers sjóðs. Bent er á að ekki er tryggt að sögulegar sveiflur í ávöxtun sjóðs hafi forspárgildi um framtíðarsveiflur í ávöxtun hans. Jafnframt er bent á að sjóðir í flokki 1 eru ekki áhættulaus fjárfesting og engin trygging er fyrir ávöxtun upphaflegrar fjárfestingar eða fullrar innheimtu hennar.

Flokkur  Neðri mörk  Efri mörk  Sjóður
 Flokkur 1  0,00%  0,50%  Stefnir - Lausafjársjóður
 Stefnir - Sparifjársjóður
 Flokkur 2  0,50%  2,00%  Stefnir - Skuldabréfaval
 Flokkur 3  2,00%  5,00%  Stefnir - Kjarabréf
 Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður millilangur
 Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður langur
 Stefnir - Ríkisskuldabréf verðtryggð
 Stefnir - Ríkisbréfasjóður óverðtryggður
 Eignaval A
 Eignaval B
 Flokkur 4  5,00%  10,00%  Eignaval C
 Flokkur 5  10,00%  15,00%  Eignaval Erlent  
 Stefnir - Samval
 Flokkur 6  15,00%  25,00% Stefnir - ÍS 15
Eignaval - Hlutabréf 
Stefnir - Scandinavian Fund
Katla Fund Global Value
 Flokkur 7  25,00%    

 Upplýsingarnar hér fyrir ofan eru réttar m.v. 14. september 2020.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira