Stefnir - Skuldabréfaval hs.
Innlend skuldabréf og innlán

Fjárfestingarstefna

Stefnir- Skuldabréfaval hs. hefur heimildir til að fjárfesta í verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum útgefnum af fjölbreyttum hópi útgefenda, svo sem opinberum aðilum, fyrirtækjum og fjármálastofnunum. Sjóðurinn hentar einstaklingum, fyrirtækjum og stofnanafjárfestum sem vilja fjárfesta í dreifðu safni skuldabréfa og þola sveiflur í gengi vegna breytinga á ávöxtunarkröfu undirliggjandi eigna.

Eignaskipting

Nafnávöxtun

Verðþróun

Innlend skuldabréf og innlán
Stefnir - Skuldabréfaval hs.
Stefnir hf.
Borgartún 19
444 7000
www.stefnir.is

Fjárfestingarheimildir

<table border="1" cellpadding="1" cellspacing="1" style="width:500px"> <tbody> <tr> <td>S&eacute;rtrygg&eth; skuldabr&eacute;f &uacute;tgefin skv. l&ouml;gum 11/2008</td> <td>0-80%</td> </tr> <tr> <td>Eignavarin skuldabr&eacute;f,&nbsp;sbr. 3. mgr. 4. gr</td> <td>0-50%</td> </tr> <tr> <td>Skuldabr&eacute;f &aacute; fyrirt&aelig;ki &thorn;.s. tryggingar liggja a&eth; baki</td> <td>0-50%</td> </tr> <tr> <td>Skuldabr&eacute;f og v&iacute;xlar me&eth; &aacute;byrg&eth; &iacute;slenska r&iacute;kisins</td> <td>0-50%</td> </tr> <tr> <td>Skuldabr&eacute;f sveitarf&eacute;laga og L&aacute;nasj&oacute;&eth;s sveitarf&eacute;laga</td> <td>0-35%</td> </tr> <tr> <td>Innl&aacute;n og v&iacute;xlar fj&aacute;rm&aacute;lafyrirt&aelig;kja</td> <td>0-60%</td> </tr> <tr> <td>Skuldabr&eacute;f fyrirt&aelig;kja</td> <td>0-25%</td> </tr>

<tr><td>Önnur skuldabréf fjármálafyrirtækja</td><td>0-50%</td></tr>

<tr><td>Sérhæfðir sjóðir sem fjárfesta í skuldabréfum eða öðrum skuldaviðurkenningum</td><td>0-10%</td></tr><tr> <td>&Ouml;nnur skuldabr&eacute;f og v&iacute;xlar</td> <td>0-15%</td> </tr> </tbody> </table> <p>Fj&aacute;rfestingar skv. framangreindu &iacute; &oacute;skr&aacute;&eth;um fj&aacute;rm&aacute;lagerningum mega samanlagt nema allt a&eth; 20% af heildareignum sj&oacute;&eth;sins, sbr. 6. mgr. 4. gr..</p>

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem hér koma fram eru óendurskoðaðar.

Stefnir hf. rekur sérhæfða sjóði skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og verðbréfasjóði skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

Vakin er sérsök athygli á að fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta telst almennt vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður. Þessi meiri áhætta er fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta meðal annars leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði.

Ávöxtun er almennt sett fram sem nafnávöxtun í uppgjörsmynt hvers sjóðs að frádregnum kostnaði sem fallið hefur á sjóðinn á hverjum tíma, svo sem umsýsluþóknun, viðskiptakostnaður og annar kostnaður. Gjald við kaup og afgreiðslugjald sem er innheimt fyrir fjárfestingu er ekki innifalið í útreikningi á ávöxtun sjóðanna.

Stefnir hf. hefur skipt verðbréfa- og sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta í rekstri félagsins í sjö flokka byggt á samanteknum áhættuvísi í samræmi við II. viðauka framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/653 og byggir hún á flökti á ársgrundvelli sem samsvarar vágildi (e. value-at-risk (VaR)) við öryggisstig 97,5% á ráðlögðum fjárfestingartíma. Flokkur 1 ber minnstu sveiflurnar í ávöxtun en flokkur 7 mestu sveiflurnar. Flokkun sjóðs getur breyst ef sveiflur undirliggjandi fjármálagerninga taka breytingum. Mælikvarðinn byggir eingöngu á sögulegum sveiflum í ávöxtun. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð og tekur ekki mið af þeim ýmsu áhættum sem verðbréfa- og sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta kunna að búa við í rekstri sínum. Þá kann flokkunin að breytast fyrirvaralaust. Áhættumælikvarðinn er ekki almenn lýsing á þeirri áhættu sem fylgir fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða. Öllu heldur er um að ræða tölfræðilega, hlutbundna lýsingu á eignum þeirra fjölmörgu áhættuþátta sem geta verið til staðar við fjárfestingu í slíkum fjármálagerningum. Frekari umfjöllun um helstu áhættuþætti er að finna í útboðslýsingu hvers sjóðs. Bent er á að ekki er tryggt að sögulegar sveiflur í ávöxtun sjóðs hafi forspárgildi um framtíðarsveiflur í ávöxtun hans. Jafnframt er bent á að sjóðir í flokki 1 eru ekki áhættulaus fjárfesting og engin trygging er fyrir ávöxtun upphaflegrar fjárfestingar eða fullrar innheimtu hennar.

Innstæður sjóða um sameiginlega fjárfestingu njóta ekki tryggingarverndar samkvæmt lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta

Nánari upplýsingar um sjóðinn, þar á meðal nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða lykilupplýsingum sjóðsins sem nálgast má í útibúum Arion banka eða á www.stefnir.is/sjodir.