Eignaval - Erlent hs.
Sjóðir Einkabankaþjónustu

Fjárfestingarstefna

Eignaval - Erlent hs. er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta sem fjárfestir að mestu í erlendum hlutabréfum. Markmið sjóðsins er að ná góðri ávöxtun og áhættudreifingu með fjárfestingum í blönduðu safni erlendra hlutabréfa, en lágmark í erlendum hlutabréfum er 30%. Eignaval – Erlent hs. hentar vel sem blanda í eignasöfn með innlendum skuldabréfum og hlutabréfum. Sjóðurinn fjárfestir að mestu í öðrum sjóðum til að auka áhættudreifingu en getur einnig keypt erlend verðbréf beint. Sjóðurinn hefur jafnframt heimild til að fjárfesta í skuldabréfum, innlánum og allt að 10% í öðrum fjármálagerningum, eins og fasteignasjóðum og óskráðum hlutabréfum (e. Private Equity). Allar ávöxtunartölur eru í íslenskum krónum. Sjóðurinn er markaðssettur fyrir viðskiptavini í Einkabankaþjónustu Arion banka.

Eignaskipting

Nafnávöxtun

Verðþróun

Sjóðir Einkabankaþjónustu
Eignaval - Erlent hs.
Stefnir hf.
Borgartún 19
444 7000
www.stefnir.is

Fjárfestingarheimildir

<table border="1" cellpadding="1" cellspacing="1" style="height:271px; width:580px"> <tbody> <tr> <td>Hlutabr&eacute;f og hlutabr&eacute;fasj&oacute;&eth;ir</td> <td>30-100%</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;<em>- </em>Ver&eth;br&eacute;fasj&oacute;&eth;ir sem fj&aacute;rfesta &iacute; erlendum hlutabr&eacute;fum</td> <td>30-100%</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;- S&eacute;rh&aelig;f&eth;ir sj&oacute;&eth;ir fyrir almenna fj&aacute;rfesta sem fj&aacute;rfesta &iacute; erlendum hlutabr&eacute;fum</td> <td>0-50%</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;- Erlend hlutabr&eacute;f, skr&aacute;&eth;</td> <td>0-50%</td> </tr> <tr> <td>&nbsp;- A&eth;rir s&eacute;rh&aelig;f&eth;ir sj&oacute;&eth;ir, sbr. 6. til 89. gr. laga nr. 45/2020&nbsp;</td> <td>0-20%</td> </tr> <tr> <td>Innl&aacute;n fj&aacute;rm&aacute;lafyrirt&aelig;kja, innlend og erlend</td> <td>0-50%</td> </tr> <tr> <td>Ver&eth;br&eacute;fasj&oacute;&eth;ir sem fj&aacute;rfesta &iacute; innl&aacute;num&nbsp;&thorn;.m.t. lausafj&aacute;rsj&oacute;&eth;ir, innlendir og erlendir</td> <td>0-50%</td> </tr> <tr> <td>S&eacute;rh&aelig;f&eth;ir sj&oacute;&eth;ir fyrir almenna fj&aacute;rfesta sem fj&aacute;rfesta &iacute; innl&aacute;num &thorn;.m.t. lausafj&aacute;rsj&oacute;&eth;ir, innlendir og erlendir</td> <td>0-50%</td> </tr> <tr> <td>Ver&eth;br&eacute;fasj&oacute;&eth;ir sem fj&aacute;rfesta &iacute; skr&aacute;&eth;um erlendum skuldabr&eacute;fum r&iacute;kja og fyrirt&aelig;kja og sj&oacute;&eth;um sem fj&aacute;rfesta &iacute; &thorn;eim</td> <td>0-70%</td> </tr> <tr> <td>S&eacute;rh&aelig;f&eth;ir sj&oacute;&eth;ir fyrir almenna fj&aacute;rfesta sem fj&aacute;rfesta &iacute; skr&aacute;&eth;um erlendum skuldabr&eacute;fum r&iacute;kja og fyrirt&aelig;kja og sj&oacute;&eth;um sem fj&aacute;rfesta &iacute; &thorn;eim</td> <td>0-70%</td> </tr> <tr> <td>Skr&aacute;&eth; erlend skuldabr&eacute;f r&iacute;kja og fyrirt&aelig;kja</td> <td>0-10%</td> </tr> <tr> <td>A&eth;rir fj&aacute;rm&aacute;lagerningar en um er geti&eth; &iacute; framangreindum li&eth;um</td> <td>0-10%</td> </tr> </tbody> </table>

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem hér koma fram eru óendurskoðaðar.

Stefnir hf. rekur sérhæfða sjóði skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og verðbréfasjóði skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

Vakin er sérsök athygli á að fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta telst almennt vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður. Þessi meiri áhætta er fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta meðal annars leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði.

Ávöxtun er almennt sett fram sem nafnávöxtun í uppgjörsmynt hvers sjóðs að frádregnum kostnaði sem fallið hefur á sjóðinn á hverjum tíma, svo sem umsýsluþóknun, viðskiptakostnaður og annar kostnaður. Gjald við kaup og afgreiðslugjald sem er innheimt fyrir fjárfestingu er ekki innifalið í útreikningi á ávöxtun sjóðanna.

Stefnir hefur skipt sjóðum í rekstri félagsins í sjö flokka eftir staðalfráviki vikulegrar ávöxtunar sl. 5 ára. Flokkur 1 ber minnstu sveiflurnar í ávöxtun en flokkur 7 mestu sveiflurnar. Flokkun sjóðs getur breyst ef sveiflur undirliggjandi fjármálagerninga taka breytingum. Flokkunin grundvallast á leiðbeiningum Evrópsku verðbréfaeftirlits­stofnuninni um útreikning mælikvarðans. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðar ávöxtun þeirra. Þá endurspeglar flokkun sjóða út frá sveiflum í ávöxtun þeirra ekki alla þá áhættu sem felst í fjárfestingu sjóða. Flokkunin tekur til að mynda ekki mið af hugsanlegu greiðslufalli útgefanda fjármálagernings sem sjóðurinn hefur fjárfest í, né öðrum áhættuþáttum. Flokkun sjóða ber því að taka með þeim fyrirvörum sem hér hafa verið nefndir.

Innstæður sjóða um sameiginlega fjárfestingu njóta ekki tryggingarverndar samkvæmt lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta

Nánari upplýsingar um sjóðinn, þar á meðal nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða lykilupplýsingum sjóðsins sem nálgast má í útibúum Arion banka eða á www.stefnir.is/sjodir.