Frétt

11. febrúar 2011

Sjóðir í rekstri Stefnis meðal kaupenda í Högum hf.

Sjóðir í rekstri Stefnis meðal kaupenda í Högum hf.
Búvellir slhf., félag í eigu nokkurra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur fest kaup á 34% hlutabréfa í Högum, eða 35,3% af útistandandi hlutum í félaginu. Að auki hefur félagið samið um kauprétt á 10% útgefinna hlutabréfa til viðbótar á hærra verði. Skráning í kauphöll er fyrirhuguð síðar á árinu.

Seljandi er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, sem á eftir viðskiptin 64,1% útistandandi hluta í Högum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Kaupverðið er 4.140 milljónir króna. Á félaginu hvíla nettó vaxtaberandi skuldir að fjárhæð um 12,5 milljarðar króna miðað við efnahagsreikning félagsins 30. nóvember síðastliðinn og er heildarvirði félagsins samkvæmt því rúmir 24 milljarðar króna. Kaupverðið nemur 10 krónum á hlut en gengi samkvæmt kaupréttinum er 10% hærra.

Stærstu eigendur Búvalla eru Hagamelur ehf. (félag í eigu Hallbjörns Karlssonar, Árna Haukssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og Tryggingamiðstöðvarinnar), Gildi lífeyrissjóður, SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins) og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur Búvalla eru Festa lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf., fjárfestingarsjóðurinn Stefnir Samval, séreignalífeyrissjóðirnir Vista og Lífeyrisauki, Miranda ehf. (sem er í eigu Berglindar Jónsdóttur) og Draupnir fjárfestingafélag (sem er í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Enginn hlutur er stærri en svo að svari til 8,5% eignarhlutar í Högum. Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum.
Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...