Frétt
27. maí 2011Sjóðir í rekstri Stefnis ljúka fjárfestingu í Högum.
Sjóðir í rekstri Stefnis ljúka fjárfestingu í Högum.
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) hefur lokið fyrstu fjárfestingu sjóðsins ásamt hópi meðfjárfesta. Fjárfest var í 35,3% hlut í stærsta smásölufyrirtæki landsins, Högum, en seljandinn er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka. Eignabjarg á eftir viðskiptin 64,1% af útistandandi hlutafé í Högum. Stofnað var sérstakt félag utan um kaupin, Búvellir slhf., sem er í eigu nokkurra lífeyrissjóða, sjóðanna Stefnis IS-5 og Stefnis - Samvals auk annarra fagfjárfesta. Búvellir á enn þá kauprétt á 10% af útgefnu hlutafé í Högum til viðbótar við þá hluti sem nú voru keyptir.
Kaupin gengu í gegn eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti breytt eignarhald á félaginu og þar með var síðasti fyrirvari í kaupsamningi uppfylltur. Bréfin hafa nú þegar verið afhent til nýrra eigenda og kosin hefur verið ný stjórn í Högum. Búvellir munu skipa tvo fulltrúa í stórn Haga en það eru þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson. Árni var kosinn stjórnarformaður nýrrar stjórnar.
Búvellir
Stærstu eigendur Búvalla eru Hagamelur ehf. (félag í eigu Hallbjörns Karlssonar, Árna Haukssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og Tryggingamiðstöðvarinnar), Gildi lífeyrissjóður, Stefnir íslenski athafnasjóðurinn I og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og enginn hlutur er stærri en svo að svari til 8,5% eignarhlutar í Högum.
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I)
SIA I er fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis. Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum íslenskum fyrirtækjum með það að markmiði að auka virði félaganna á um 2-5 árum. Heildarstærð sjóðsins er tæplega 3,4 milljarðar króna en sjóðnum var formlega lokað fyrir frekari áskriftarbeiðnum í mars síðastliðnum. Sjóðfélagar eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en þeir standa á bakvið um 2/3 hluta sjóðsins. Restina skipa öflugir fagfjárfestar en saman myndar hópurinn sterkt fjárfestingarbandalag sem er vel í stakk búið að fjárfesta í áhugaverðum fyrirtækjum á Íslandi á næstu árum.
Til bakaKaupin gengu í gegn eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti breytt eignarhald á félaginu og þar með var síðasti fyrirvari í kaupsamningi uppfylltur. Bréfin hafa nú þegar verið afhent til nýrra eigenda og kosin hefur verið ný stjórn í Högum. Búvellir munu skipa tvo fulltrúa í stórn Haga en það eru þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson. Árni var kosinn stjórnarformaður nýrrar stjórnar.
Búvellir
Stærstu eigendur Búvalla eru Hagamelur ehf. (félag í eigu Hallbjörns Karlssonar, Árna Haukssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og Tryggingamiðstöðvarinnar), Gildi lífeyrissjóður, Stefnir íslenski athafnasjóðurinn I og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og enginn hlutur er stærri en svo að svari til 8,5% eignarhlutar í Högum.
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I)
SIA I er fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis. Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum íslenskum fyrirtækjum með það að markmiði að auka virði félaganna á um 2-5 árum. Heildarstærð sjóðsins er tæplega 3,4 milljarðar króna en sjóðnum var formlega lokað fyrir frekari áskriftarbeiðnum í mars síðastliðnum. Sjóðfélagar eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en þeir standa á bakvið um 2/3 hluta sjóðsins. Restina skipa öflugir fagfjárfestar en saman myndar hópurinn sterkt fjárfestingarbandalag sem er vel í stakk búið að fjárfesta í áhugaverðum fyrirtækjum á Íslandi á næstu árum.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...