Frétt

27. júní 2011

Sameiningu Stefnis - Green Growth Fund og Stefnis - Erlend hlutabréf lokið

Sameiningu Stefnis - Green Growth Fund og Stefnis - Erlend hlutabréf lokið
Ákveðið var að sameina verðbréfasjóðinn Stefnir – Green Growth Fund og EUR-deild verðbréfasjóðsins Stefnir – Erlend hlutabréf undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Sameiningin miðast við 24. júní 2011 en á þeim degi tekur Stefnir- Erlend hlutabréf við öllum eignum og skuldbindingum Stefnis – Green Growth Fund. Að því loknu var Stefnir – Green Growth Fund slitið.

Við sameininguna eignuðust hlutdeildarskírteinishafar í Stefnir – Green Growth Fund hlutdeildarskírteini í Stefnir – Erlend hlutabréf miðað við dagslokagengi sjóðanna 16. júní 2011. Öllum hlutdeildarskírteinishöfum Stefnir – Green Growth Fund var tilkynnt um sameininguna með bréfi.

Frá og með 27. júní 2011 fer um viðskipti eftir reglum Stefnis – Erlendra hlutabréfa.

Stefnir hf.
Til baka

Fleiri fréttir

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...