Frétt
01. júlí 2011Kaup SF1 slhf. á meirihluta í Sjóvá samþykkt
Kaup SF1 slhf. á meirihluta í Sjóvá samþykkt
Kaup SF1 á meirihluta í Sjóvá (Sjóvá-Almennum tryggingum hf) hafa hlotið samþykki Fjármálaeftirlits, Samkeppniseftirlits og stjórnar ESÍ (Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf). Þar með eru kaupin lögformlega frágengin og ný stjórn verður formlega skipuð á næsta hluthafafundi félagsins. Fulltrúar SF1 í stjórn Sjóvá verða Ingi Jóhann Guðmundsson, Tómas Kristjánsson og Erna Gísladóttir, sem mun verða formaður nýrrar stjórnar.
Erna Gísladóttir: „Það er ánægjulegt að kaupin eru staðfest enda teljum við að Sjóvá sé mjög áhugavert félag með mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Við munum vinna rösklega að því að móta fyrirtækinu nýja stefnu til að búa það sem best undir tækifæri og kröfur framtíðarinnar. Jafnframt verður lögð áhersla á Sjóvá haldi áfram að bjóða viðskiptavinum sínum trausta og góða þjónustu.“
Í mars sl. lá fyrir að SF1, félag í rekstri Stefnis hf, hafði tryggt fjármögnun á kaupum á ríflega helmingi hlutafjár Sjóvár en kaupsamningurinn var háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á m. samþykki framagreindra aðila, sem nú hafa veitt samþykki sitt. Stærstu eigendur SF1 eru Gildi lífeyrissjóður, SVN eignafélag ehf. (félag í eigu Síldarvinnslunnar hf.), SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru meðal annars stærstu lífeyrissjóðir landsins), Frjálsi Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LSR), Stapi Lífeyrissjóður og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur SF1 eru Festa lífeyrissjóður, EGG ehf, (í eigu Ernu Gísladóttur), Arkur ehf. (í eigu Steinunnar Jónsdóttur), Lífeyrissjóður bænda, Sigla ehf. (í eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar) og Draupnir fjárfestingafélag ( í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og fer enginn hluthafa með stærri hlut en sem svarar til 10% hlutdeildar í Sjóvá.
Til bakaErna Gísladóttir: „Það er ánægjulegt að kaupin eru staðfest enda teljum við að Sjóvá sé mjög áhugavert félag með mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Við munum vinna rösklega að því að móta fyrirtækinu nýja stefnu til að búa það sem best undir tækifæri og kröfur framtíðarinnar. Jafnframt verður lögð áhersla á Sjóvá haldi áfram að bjóða viðskiptavinum sínum trausta og góða þjónustu.“
Í mars sl. lá fyrir að SF1, félag í rekstri Stefnis hf, hafði tryggt fjármögnun á kaupum á ríflega helmingi hlutafjár Sjóvár en kaupsamningurinn var háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á m. samþykki framagreindra aðila, sem nú hafa veitt samþykki sitt. Stærstu eigendur SF1 eru Gildi lífeyrissjóður, SVN eignafélag ehf. (félag í eigu Síldarvinnslunnar hf.), SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru meðal annars stærstu lífeyrissjóðir landsins), Frjálsi Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LSR), Stapi Lífeyrissjóður og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur SF1 eru Festa lífeyrissjóður, EGG ehf, (í eigu Ernu Gísladóttur), Arkur ehf. (í eigu Steinunnar Jónsdóttur), Lífeyrissjóður bænda, Sigla ehf. (í eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar) og Draupnir fjárfestingafélag ( í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og fer enginn hluthafa með stærri hlut en sem svarar til 10% hlutdeildar í Sjóvá.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...