Frétt

31. ágúst 2011

Breytingar á reglum verðbréfasjóðsins Stefnir - Erlend Hlutabréf

Breytingar á reglum verðbréfasjóðsins Stefnir - Erlend Hlutabréf
Breytingarnar felast í eftirfandi: 
  • Báðar sjóðsdeildir Stefnis – Erlendra Hlutabréfa, EUR deild og ISK deild, hafa nú heimild til fjárfestinga í hlutdeildarskírteinum kauphallarsjóða, enda falli þau að fjárfestingarmarkmiði sjóðsins. 
  • Fjárfestingarstefna sjóðsins er nú sem hér segir: Hlutabréf sem tekin hafa verið til viðskipta á erlendum skipulegum verðbréfamörkuðum, 80-100%. Hlutdeildarskírteini kauphallarsjóða, 0-20%. Hlutdeildarskírteini peningamarkaðssjóða, 0-10%. Innlán fjármálafyrirtækja, 0-10%. Afleiður vegna stöðutöku, 0-10%. 
Reglubreytingar þessar hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu.

Við hvetjum þig til að kynna þér reglurnar í heild sinni á vefsíðu Stefnis hf.,

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma
444 7000 - verdbrefathjonusta@arionbanki.is.

Með kveðju,
Stefnir hf.
Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...