Frétt
06. desember 2011Breyting á reglum Eignavals A og Eignavals B
Breyting á reglum Eignavals A og Eignavals B
Hlutdeildarskírteinishöfum fjárfestingarsjóðanna Eignavals A og Eignavals B hafa verið send bréf varðandi breytingar á reglum sjóðanna.
Breytingarnar sem voru gerðar og hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu eru eftirfarandi:
Lagatilvísanir í reglunum hafa verið uppfærðar miðað við gildistöku nýrra laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.
Gerðar hafa verið viðeigandi breytingar á reglunum vegna nafnabreytingar vörslufyrirtækis sjóðsins úr Arion verðbréfavörslu hf. í Verdis hf.
Vikmörk sjóðsins til fjárfestinga í verðbréfasjóðum sem eingöngu fjárfesta í skuldabréfum og víxlum í íslenskum krónum útgefnum af íslenska ríkinu eða á ábyrgð íslenska ríkisins er nú 20-80% í stað 50-100%. Kemur sú breyting til vegna gildistöku framangreindra laga.
Í fyrri reglum var þetta hins vegar svo að lágmarks eignarhlutfall í sjóðum þurfti að vera 50% svo breyta þurfti reglunum niður fyrir 50%.
Ástæða þess að efri vikmörk í skuldabréfum og víxlum í íslenskum krónum útgefnum af íslenska ríkinu lækka úr 100% í 80% er sú að 20%-100% eru of víð vikmörk að mati FME. Niðurstaðan er því 20-80%.
Þetta breytir því ekki að báðir sjóðir geta farið í 100% ríkistryggð bréf með því að blanda einstökum bréfum og sjóðum eins og sjóðirnir hafa reyndar alltaf gert.
Engin breyting á fjárfestingarstefnum eða fjárfestingum fylgja þessu.
Til bakaBreytingarnar sem voru gerðar og hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu eru eftirfarandi:
Lagatilvísanir í reglunum hafa verið uppfærðar miðað við gildistöku nýrra laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.
Gerðar hafa verið viðeigandi breytingar á reglunum vegna nafnabreytingar vörslufyrirtækis sjóðsins úr Arion verðbréfavörslu hf. í Verdis hf.
Vikmörk sjóðsins til fjárfestinga í verðbréfasjóðum sem eingöngu fjárfesta í skuldabréfum og víxlum í íslenskum krónum útgefnum af íslenska ríkinu eða á ábyrgð íslenska ríkisins er nú 20-80% í stað 50-100%. Kemur sú breyting til vegna gildistöku framangreindra laga.
Í fyrri reglum var þetta hins vegar svo að lágmarks eignarhlutfall í sjóðum þurfti að vera 50% svo breyta þurfti reglunum niður fyrir 50%.
Ástæða þess að efri vikmörk í skuldabréfum og víxlum í íslenskum krónum útgefnum af íslenska ríkinu lækka úr 100% í 80% er sú að 20%-100% eru of víð vikmörk að mati FME. Niðurstaðan er því 20-80%.
Þetta breytir því ekki að báðir sjóðir geta farið í 100% ríkistryggð bréf með því að blanda einstökum bréfum og sjóðum eins og sjóðirnir hafa reyndar alltaf gert.
Engin breyting á fjárfestingarstefnum eða fjárfestingum fylgja þessu.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...