Frétt
05. mars 2012Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) selur öll hlutabréf sín í Sjóklæðagerðinni hf.
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) selur öll hlutabréf sín í Sjóklæðagerðinni hf.
Hinn 1. mars sl. seldi SIA I, sjóður í rekstri Stefnis hf., öll hlutabréf sjóðsins í Sjóklæðagerðinni. SIA I fjárfesti á síðasta ári ásamt Hrós ehf. í gegnum SF II slhf., í ríflega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni hf., sem m.a. fer með eignarhald og rekstur á 66°Norður og Rammagerðinni hf.
Kaupandi hlutanna er HRÓS ehf. sem er félag í eigu forstjóra Sjóklæðagerðarinnar, Helga Óskars Rúnarssonar, og Bjarneyjar Harðardóttur. SIA I þakkar Bjarneyju og Helga og öðrum hluthöfum og starfsfólki Sjóklæðagerðarinar fyrir samstarfið og óskar þeim og félaginu alls hins besta í framtíðinni.
Um Stefni Íslenska Athafnasjóðinn I
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I tók til starfa í lok árs 2010 og hefur sjóðurinn það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum þar sem sjóðurinn hefur skýra útgönguleið á næstu árum, til dæmis með skráningu í Kauphöll. Sjóðfélagar SIA I er að 2/3 í eigu nokkurra af stærstu lífeyrissjóða landsins og 1/3 í eigu annarra fagfjárfesta. Frá stofnun hefur sjóðurinn fjárfest ásamt sjóðfélögum sínum og öðrum fjárfestum, í Högum hf., Sjóvá almennum Tryggingum hf., Sjóklæðagerðinni hf. og Jarðborunum hf.
Um Stefni
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 300 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Til bakaKaupandi hlutanna er HRÓS ehf. sem er félag í eigu forstjóra Sjóklæðagerðarinnar, Helga Óskars Rúnarssonar, og Bjarneyjar Harðardóttur. SIA I þakkar Bjarneyju og Helga og öðrum hluthöfum og starfsfólki Sjóklæðagerðarinar fyrir samstarfið og óskar þeim og félaginu alls hins besta í framtíðinni.
Um Stefni Íslenska Athafnasjóðinn I
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I tók til starfa í lok árs 2010 og hefur sjóðurinn það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum þar sem sjóðurinn hefur skýra útgönguleið á næstu árum, til dæmis með skráningu í Kauphöll. Sjóðfélagar SIA I er að 2/3 í eigu nokkurra af stærstu lífeyrissjóða landsins og 1/3 í eigu annarra fagfjárfesta. Frá stofnun hefur sjóðurinn fjárfest ásamt sjóðfélögum sínum og öðrum fjárfestum, í Högum hf., Sjóvá almennum Tryggingum hf., Sjóklæðagerðinni hf. og Jarðborunum hf.
Um Stefni
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 300 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...