Frétt

06. mars 2012

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) afhendir öll hlutabréf sín í Högum hf. til sjóðsfélaga sinna

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) afhendir öll hlutabréf sín í Högum hf. til sjóðsfélaga sinna
SIA I, sjóður í rekstri Stefnis hf., afhenti í gær sjóðsfélögum sínum öll hlutabréf sín í Högum hf. eða sem nemur um 8,5% af útistandandi hlutafé Haga. SIA I keypti upphaflega hlutina ásamt hópi fjárfesta í gegnum félagið Búvelli slhf. SIA I var heimilt að selja hluti sína 1. mars sl. Í dag var ákveðið með samþykki festingarráðs sjóðsins, sem skipað er af sjóðsfélögum, að hlutirnir yrðu afhendir sjóðsfélögum í stað þess að vera seldir.

Um Stefni Íslenska Athafnasjóðinn I
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I tók til starfa í lok árs 2010 og hefur sjóðurinn það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum þar sem sjóðurinn hefur skýra útgönguleið á næstu árum, til dæmis með skráningu í Kauphöll. Sjóðfélagar SIA I er að 2/3 í eigu nokkurra af stærstu lífeyrissjóða landsins og 1/3 í eigu annarra fagfjárfesta. Frá stofnun hefur sjóðurinn fjárfest ásamt sjóðfélögum sínum og öðrum fjárfestum, í Högum hf., Sjóvá almennum Tryggingum hf., Sjóklæðagerðinni hf. og Jarðborunum hf.

Um Stefni
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 300 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...