Frétt

13. desember 2012

Breytingar á reglum Eignavals A, -B og -C

Breytingar á reglum Eignavals A, -B og -C
Með þessari auglýsingu er hlutdeildarskírteinishöfum tilkynnt um breytingar sem hafa verið gerðar á reglum fjárfestingarsjóðanna Eignavals A, -B og –C.

Breytingarnar eru þessar:

  • Sjóðirnir hafa nú heimild samkvæmt 38. gr. laga nr. 128/2011, til að fjárfesta umfram 35% og allt að 50% í skuldabréfum og víslum útgefnum af íslenska ríkinu. (Á einungis við Eignaval A og –B.) 
  • Í fjárfestingarstefnu sjóðanna er nú getið heimildar til þess að fjárfesta í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu sem einkum fjárfesta í innlánum. 
  • Nafni vörslufyrirtækisins Verdis hf. er breytt í Arion banka hf. 
Bent er á að aðeins er um að ræða breytta framsetningu fjárfestingarstefnu sjóðanna. Engar efnislegar breytingar eru þessu samfara. Sjóðurinn mun því áfram nýta sömu fjárfestingarheimildir og áður, háð mati sjóðstjóra hverju sinni.

Reglubreytingar þessar hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu, sem jafnframt hefur veitt heimild til að upplýsa hlutdeildarskírteinishafa um reglubreytingarnar með auglýsingu þessari.

Við hvetjum þig til að kynna þér reglurnar í heild sinni hér á vefsíðunni.

Frekari upplýsingar veita viðskiptastjórar og Verðbréfaþjónusta Arion banka í síma 444-7000 – verðbréfaþjónusta@arionbanki.is.

Stefnir hf.
Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...