Frétt

24. janúar 2013

Stefnir lýkur fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði

Stefnir lýkur fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði

Stefnir hf. hefur nú lokið fjármögnun á 7,5 milljarða framtakssjóði, Stefni íslenska athafnasjóðnum II (SÍA II). Hluthafar í sjóðnum eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Stefnir hefur ásamt meðfjárfestum verið leiðandi í framtaksfjárfestingum og fjárfest fyrir samtals rúmlega 16 milljarða í íslensku atvinnulífi. 

Stefna SÍA II er að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum sem hafa sýnt fram á góðan rekstargrundvöll og hafa tækifæri til frekari virðisaukningar fyrir hluthafa. Mikil þörf er fyrir aukið eigið fé í íslensku atvinnulífi til að efla fjárfestingar, stuðla að vexti og takast á við breytt rekstrarumhverfi. 

SÍA II framtakssjóðurinn er stofnaður í framhaldi af SÍA I sem var um 3,4 milljarðar króna að stærð en hefur ásamt meðfjárfestum fjárfest fyrir rúmlega 16 ma.kr. í Högum, Sjóvá, 66° Norður og Jarðborunum. SÍA I hefur nú þegar selt hluti sína í 66° Norður auk þess sem sjóðurinn hefur afhent sjóðsfélögum öll hlutabréf sín í Högum, en sú fjárfesting nam um þriðjungi af heildarstærð sjóðsins. Sjóðurinn stefnir að því, ásamt meðfjárfestum, að skrá hluti sína í Sjóvá í Kauphöllina fyrir árslok en samalagður eignarhlutur aðila er um 73% í gegnum samlagshlutafélagið SF I.

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...