Frétt

01. júlí 2013

Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar

Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar

Stefnir hf. hefur hlotið endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. En árið 2012 var Stefnir hf. fyrst allra fyrirtækja til að hljóta slíka viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf. Í umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar segir að Stefnir hf. geti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum. Úttektin sýnir að stjórn félagsins hefur brugðist við þeim tillögum sem Rannsóknarmiðstöðin lagði til í umsögn um stjórnarhætti félagsins árið 2012. 

 Eins og áður er Stefnir hf. til fyrirmyndar á Íslandi þegar kemur að góðum stjórnarháttum.

Hægt er að lesa tilkynninguna hér.

Til baka

Fleiri fréttir

17.desember 2025

Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi

Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.