Frétt
Stærri og öflugri Stefnir-SAMVAL
Ákveðið hefur verið að sameina fjárfestingarsjóðina Stefni-Verðbréfaval 1 og Stefni-Verðbréfaval 2 inní Stefni-Samval undir nafni þess síðastnefnda. Sameiningin miðast við 31. janúar 2014 en þann dag tekur Samval við öllum eignum og skuldbindingum Verðbréfavals 1 og 2, sem verður í kjölfarið slitið.
Við sameininguna eignast hlutdeildarskírteinishafar í Verðbréfavali 1 og 2 hlutdeildarskírteini í Samvali miðað við dagslokagengi sjóðanna 31. janúar 2014. Hlutdeildarskírteinishafar geta eftir sem áður átt viðskipti með hlutdeildarskírteini sín í Verðbréfavali 1 og 2 í samræmi við reglur sjóðanna fram til 20. janúar, en frá og með 1. febrúar 2014 fer um viðskiptin eftir reglum Samvals.
Ástæður sameiningar eru breyttar áherslur í framboði sjóða Stefnis til einstaklinga. Verðbréfavalssjóðirnir hafa minnkað á síðustu misserum en þeir voru upphaflega hluti af reglulegu sparnaðarleiðinni ÞEGAR, sem lögð var niður árið 2009. Á sama tíma hefur Stefnir-Samval stækkað og notið vinsælda einstaklinga og fyrirtækja, bæði sem bein fjárfesting og reglulegur sparnaður í mánaðarlegri áskrift.
Stefnir-Samval er eitt af flaggskipum Stefnis. Sjóðurinn var stofnaður árið 1996 og á sér langa og farsæla sögu. Yfir þrjúþúsund hlutdeildarskírteinishafar eru í sjóðnum og eru eignir hans liðlega 4,7 milljarðar. Hundruðir einstaklinga greiða mánaðarlegan sparnað í sjóðinn. Síðastliðin þrjú ár hefur árleg nafnávöxtun sjóðsins verið 16,3% á ári og síðastliðin fimm ár 15,9%. Ávöxtun sjóðsins á árinu 2013 m.v. 30. nóvember er 19,5%. Samval fjárfestir í þeim eignaflokkum sem þykja ákjósanlegastir á hverjum tíma, m.a. ríkisskuldabréfum, hlutabréfum og beint í félögum sem fyrirhugað er að skrá á hlutabréfamarkað. Fjárfest er í öðrum sjóðum til að auka áhættudreifingu. Vakin er sérstök athygli á að þóknun er lægri í Samvali en Verðbréfavali.
Eftir sameiningu verður Stefnir-Samval rúmlega 5 milljarðar að stærð og með tæplega 4000 hlutdeildarskírteinishafa innanborðs.
Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlegar vísbendingar um ávöxtun í framtíð.
Allar ávöxtunartölur eru í ISK. Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóðsins. Upplýsingar um ávöxtun eru
fengnar frá Stefni hf. og Arion banka hf.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...