Frétt

17. janúar 2014

Stefnir hf. sýknaður af kröfum LBI hf.

Stefnir hf. sýknaður af kröfum LBI hf.
Stefnir hf. hefur, með dómum Hæstaréttar Íslands, verið sýknaður af kröfum LBI hf. 

Dómkröfur LBI voru þær að Stefni hf., f.h. tveggja sjóða í rekstri félagsins, yrði gert að þola riftun og endurgreiðslu vegna útgreiðslu tveggja peningamarkaðsinnlána sem voru á gjalddaga 7. október 2008. Kröfum LBI hf. hefur, með dómum Hæstaréttar sem kveðnir voru upp hinn 16. janúar 2014, verið hafnað.

Málanna hefur verið getið í árs- og árshlutareikningum félagsins sl. misseri. Stefnir hf. hefur staðið straum af kostnaði vegna málarekstursins og eru áhrif þeirra á rekstur og gengi þeirra verðbréfasjóða sem í hlut eiga engin.

Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...