Frétt
Gengið frá kaupum á stórum hluta af innlendum eignum Norvikur
Festi hf. er í eigu SF V slhf. og eru hluthafar um 30 talsins. SÍA II er stærsti einstaki hluthafi félagsins með um 27% hlut. Lífeyrissjóðir eru með um 32% hlut, tryggingafélög og sjóðir 15% og einkafjárfestar um 26%. Nýja stjórn Festi skipa Arnar Ragnarsson, Guðjón Karl Reynisson, Helga Hlín Hákonardóttir, Þóranna Jónsdóttir og Hreggviður Jónsson, sem er formaður stjórnar. Þá hefur Jón Björnsson verið ráðinn forstjóri Festi og mun taka samstundis til starfa. Jón var áður forstjóri ORF Líftækni en hann hefur meðal annars gegnt starfi forstjóra Magasin du Nord og Haga hf.
Arctica Finance, BBA Legal og Deloitte veittu kaupendum ráðgjöf við kaupin en Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, Logos og KPMG voru ráðgjafar Norvikur við söluna.
Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Festi:
„Það eru spennandi tímar framundan í rekstri Festi og dótturfélaga þess. Það er breiður hópur hluthafa sem kemur að þessum kaupum og sjáum við fjölda tækifæra í að þróa áfram þann rekstur sem hefur verið byggður upp af myndarskap og hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfu starfsfólki. Þetta eru fyrirtæki sem starfa á markaði sem skiptir neytendur miklu máli og munum við kappkosta að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval, hagstætt verð og góða þjónustu.“
Jón Helgi Guðmundsson:
„Það er mat okkar fjölskyldunnar að nú sé komið að kynslóðaskiptum í þeirri starfsemi sem við höfum byggt upp og því tímabært fyrir nýja eigendur að koma að borðinu. Eins og gefur að skilja er okkur ekki sama hverjir taka við keflinu á þessum tímamótum eða hvernig á því verður haldið og það skiptir okkur miklu að nýir eigendur deila að miklu leyti okkar sýn um uppbyggingu fyrirtækisins. Í kjölfar þessara viðskipta munum við einbeita okkur að rekstri Byko og tengdra fasteigna, auk erlendrar starfsemi. Á þessum tímamótum viljum við einnig færa því starfsfólki sem hefur starfað fyrir okkur í gegnum tíðina þakkir fyrir þeirra vel unnu störf.“
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...