Frétt
Þórður Sverrisson nýr stjórnarmaður hjá Stefni
Úr stjórn gekk Snjólfur Ólafsson, sem hefur átt sæti í stjórn félagsins frá árinu 2009. Í ræðu sinni þakkaði stjórnarformaður Snjólfi fyrir vel unnin störf og hans framlag til uppbyggingar og stefnumótunar félagsins á sl. árum.
Nýr stjórnarmaður er Þórður Sverrisson, fæddur 1952.
Þórður hefur lokið Cand. Oecon frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í rekstrarhagfræði við Viðskiptaháskólann í Gautaborg. Hann var forstjóri Nýherja hf. frá apríl 2001 til september 2013, en var áður framkvæmdastjóri hjá hf. Eimskipafélagi Íslands og Stjórnunarfélagi Íslands.
Þórður og tengdir aðilar eiga enga eignarhluti eða kauprétti í félaginu og engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða hluthafa Stefnis.
Fundargerð aðalfundar er birt á heimasíðu félagsins.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...