Frétt
15. apríl 2014Stefnir birtir lykilupplýsingar sjóða
Stefnir birtir lykilupplýsingar sjóða
Stefnir vekur athygli á lykilupplýsingum sem eru aðgengilegar á upplýsingasíðum sjóðanna. Um er að ræða staðlað skjal sem tekið er saman vegna hvers og eins verðbréfa- og fjárfestingarsjóðs í rekstri félagsins. Skjölunum er ætlað að auðvelda upplýsingaöflun fjárfesta.
Lykilupplýsingar (e. Key Investor Information Document - KIID) eru gefnar út með samræmdum hætti á Evrópska efnahagssvæðinu og er fjárfestum þannig gert kleift að bera sjóði saman með einföldum og skjótum hætti. Í lykilupplýsingum er að finna sjálfstæða umfjöllun um megineinkenni hvers sjóðs um sig, auk þess sem fjallað er um sveiflur í ávöxtun og fyrri árangur. Þá er þar að finna samantekt yfir þau gjöld sem innheimt eru vegna rekstrar sjóðanna auk ýmissa hagnýtra upplýsinga.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar sjóðanna. Útboðslýsingar sjóðanna verða áfram birtar með óbreyttum hætti, en þar er mun ítarlegri upplýsingagjöf um sjóðina að finna.
Til bakaLykilupplýsingar (e. Key Investor Information Document - KIID) eru gefnar út með samræmdum hætti á Evrópska efnahagssvæðinu og er fjárfestum þannig gert kleift að bera sjóði saman með einföldum og skjótum hætti. Í lykilupplýsingum er að finna sjálfstæða umfjöllun um megineinkenni hvers sjóðs um sig, auk þess sem fjallað er um sveiflur í ávöxtun og fyrri árangur. Þá er þar að finna samantekt yfir þau gjöld sem innheimt eru vegna rekstrar sjóðanna auk ýmissa hagnýtra upplýsinga.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar sjóðanna. Útboðslýsingar sjóðanna verða áfram birtar með óbreyttum hætti, en þar er mun ítarlegri upplýsingagjöf um sjóðina að finna.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...