Frétt

30. júní 2014

Lokaútgreiðsla og slit Hávaxtasjóðs

Lokaútgreiðsla og slit Hávaxtasjóðs
Hávaxtasjóður hefur verið í slitameðferð frá október 2008 og hefur andvirði eigna sjóðsins verið greitt til hlutdeildarskírteinishafa í áföngum. Þann 30.06.2014 fór fram lokaútgreiðsla til hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins og var sjóðnum slitið í kjölfarið.

Allar eignir sjóðsins hafa verið seldar en í þeim tilfellum þar sem ekki var gert ráð fyrir frekari endurheimtum voru eignir niðurfærðar að fullu.

Meiri hluti eigna í sjóðnum voru fullnustueignir, þar sem skuldabréfum var breytt í hlutafé í kjölfar nauðasamninga útgefenda.

Sjóðurinn átti um 718 m.kr. í lausafé sem var greitt út í hlutfalli við eign hvers og eins. Endurheimtur hlutdeildarskírteinishafa úr Hávaxtasjóði námu samanlagt 33,86%.

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000 en einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið verdbrefathjonusta@arionbanki.is
Til baka

Fleiri fréttir

17.desember 2025

Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi

Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.