Frétt
Breyttur uppgjörstími sjóða í rekstri Stefnis
Áður höfðu skuldabréfasjóðir haft uppgjörstíma daginn eftir viðskipti (T+1) og hlutabréfasjóðir þriðja dag eftir viðskipti (T+3). Eftir breytinguna verður uppgjörstíminn samræmdur og miðast við annan dag eftir viðskipti (T+2). Þeir sjóðir sem um ræðir eru þessir:
- Stefnir - Ríkisvíxlasjóður
- Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður stuttur
- Stefnir - Ríkisbréfasjóður óverðtryggður
- Stefnir - Ríkisskuldabréf verðtryggð
- Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður millilangur
- Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður langur
- Stefnir - Skuldabréf stutt
- Stefnir - Eignastýringarsjóður
- Stefnir - Samval
- Stefnir - ÍS 15
- Eignaval A
- Eignaval B
- Eignaval C
- Eignaval Hlutabréf
Frá og með mánudeginum 6. október munu sjóðirnir fá uppgjörstímann T+2. Vegna breytinganna mun uppgjör sjóða í kringum gildistökudagsetninguna verða með þeim hætti að miðvikudagurinn 8. október verður uppgjörsdagur fyrir viðskipti föstudagsins 3. október og mánudagsins 6. október í þeim sjóðum sem áður höfðu uppgjörstímann T+3. Í tilfelli sjóða sem áður höfðu uppgjörstímann T+1 munu viðskiptapantanir sem dagsettar eru föstudaginn 3. október fá uppgjör mánudaginn 6. október.
Sérstök athygli er vakin á því að Stefnir – Lausafjársjóður mun áfram gera upp viðskipti daginn eftir að viðskiptadag (T+1).
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið verðbrefathjonusta@arionbanki.is.
Fleiri fréttir
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...