Frétt
Breyttur uppgjörstími sjóða í rekstri Stefnis
Áður höfðu skuldabréfasjóðir haft uppgjörstíma daginn eftir viðskipti (T+1) og hlutabréfasjóðir þriðja dag eftir viðskipti (T+3). Eftir breytinguna verður uppgjörstíminn samræmdur og miðast við annan dag eftir viðskipti (T+2). Þeir sjóðir sem um ræðir eru þessir:
- Stefnir - Ríkisvíxlasjóður
- Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður stuttur
- Stefnir - Ríkisbréfasjóður óverðtryggður
- Stefnir - Ríkisskuldabréf verðtryggð
- Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður millilangur
- Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður langur
- Stefnir - Skuldabréf stutt
- Stefnir - Eignastýringarsjóður
- Stefnir - Samval
- Stefnir - ÍS 15
- Eignaval A
- Eignaval B
- Eignaval C
- Eignaval Hlutabréf
Frá og með mánudeginum 6. október munu sjóðirnir fá uppgjörstímann T+2. Vegna breytinganna mun uppgjör sjóða í kringum gildistökudagsetninguna verða með þeim hætti að miðvikudagurinn 8. október verður uppgjörsdagur fyrir viðskipti föstudagsins 3. október og mánudagsins 6. október í þeim sjóðum sem áður höfðu uppgjörstímann T+3. Í tilfelli sjóða sem áður höfðu uppgjörstímann T+1 munu viðskiptapantanir sem dagsettar eru föstudaginn 3. október fá uppgjör mánudaginn 6. október.
Sérstök athygli er vakin á því að Stefnir – Lausafjársjóður mun áfram gera upp viðskipti daginn eftir að viðskiptadag (T+1).
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið verðbrefathjonusta@arionbanki.is.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...