Frétt
Uppgreiðsla á skuldabréfaflokki LFEST1 10 1
LFEST1 Borgartún, fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf., gaf þann 29. júní 2010, út skuldabréfaflokkinn LFEST1 10 1, sem skráður er í Kauphöll Íslands.
Lántaki sjóðsins, LF1 ehf., hefur í dag , 12. júní 2015, tilkynnt sjóðnum að hann muni nýta sér rétt til uppgreiðslu. Í samræmi við skilmála skuldabréfaflokksins myndast uppgreiðsluskylda sjóðsins á flokknum. Uppgreiðslugjald nemur 1,5% af uppreiknaðri fjárhæð þeirrar afborgunar, sem greidd er umfram hina samningsbundnu afborgun á viðkomandi gjalddaga.
Næsti gjalddagi er 20. júní 2015. Flokkurinn verður greiddur upp næsta gjalddaga þar á eftir, 20. september 2015.
Fleiri fréttir
20.nóvember 2025
Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA
Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.
11.september 2025
Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum
Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...