Frétt

16. september 2015

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Á Strategíudeginum sem haldinn var þann 10. september sl. hélt Flóki Halldórsson framkvæmdastjóri Stefnis erindi um stjórnarhætti og stofnanafjárfesta.

Flóki lýsti þróun eignarhalds á skráðum hlutabréfum á Íslandi og auknu vægi stofnanafjárfesta í því sambandi. Stefnir setti sér reglur um meðferð umboðsatkvæða árið 2013 og í endurskoðuðum reglum árið 2015 kveður á um að Stefnir birtir hér á heimasíðu sinni hvernig meðferð atkvæða er háttað. Hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum Stefnis geta því fylgst með hvernig Stefnir ráðstafar atkvæðum á hluthafafundi fyrir þeirra hönd og vonast er til að þetta aukna gagnsæi í starfsemi Stefnis sé til hagsbóta fyrir hlutdeildarskírteinishafa sjóðanna.

Hér má sjá umfjöllum Morgunblaðsins frá 12. september 2015 um erindi Flóka á Strategíudeginum. 

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...