Frétt
Breyting á reglum Stefnis – Lausafjársjóðs
Fjármálaeftirlitið hefur staðfest reglubreytingar fjárfestingarsjóðsins Stefnis – Lausafjársjóðs. Hlutdeildarskírteinishöfum hefur borist bréf vegna þessa og eru breytingarnar taldar upp hér.
- Sjóðurinn hefur nú heimild til að fjárfesta í víxlum og skuldabréfum fjármálafyrirtækja, allt að 50%. Þar er til þess að líta að almennt bjóðast betri kjör þegar fjárfest er í þeim en þegar fjárfest er í innlánum. Áhætta sjóðsins eykst þó almennt ekki við þá ráðstöfun.
- Viðmið um að 10% eigna sjóðsins skuli vera laust hvern dag hefur verið fellt út með vísan til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa. Í ljósi stærðar sjóðsins og með tilliti til bættra aðferða við lausafjárstýringu hans þykir ekki ástæða til að hafa svo hátt hlutfall eigna í lausu fé.
- Framsetningu þóknana Stefnis hf. er breytt en um er að ræða staðlaða málsgrein í sjóðum í rekstri félagsins. Þóknunin sjálf er óbreytt.
- Framsetningu heimildar sjóðsins til hámarksfjárfestingar í einstökum aðilum hefur verið uppfærð til samræmis við að honum er nú heimilt að fjárfesta í víxlum fjármálafyrirtækja. Hámarksfjárfesting í einum aðila er nú 40%, að uppfylltum sérstökum skilyrðum.
Nýja útboðslýsingu má nálgast hér í heild sinni.
Við minnum á að afgreiðslugjald vegna viðskipta með sjóði í netbanka Arion banka hefur verið afnumið.
Frekari upplýsingar um Stefni – Lausafjársjóð má finna hér.
Fleiri fréttir
17.desember 2025
Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi
Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...
20.nóvember 2025
Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA
Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...
28.október 2025
Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana
Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.