Frétt
Breyting á reglum Stefnis – Lausafjársjóðs
Fjármálaeftirlitið hefur staðfest reglubreytingar fjárfestingarsjóðsins Stefnis – Lausafjársjóðs. Hlutdeildarskírteinishöfum hefur borist bréf vegna þessa og eru breytingarnar taldar upp hér.
- Sjóðurinn hefur nú heimild til að fjárfesta í víxlum og skuldabréfum fjármálafyrirtækja, allt að 50%. Þar er til þess að líta að almennt bjóðast betri kjör þegar fjárfest er í þeim en þegar fjárfest er í innlánum. Áhætta sjóðsins eykst þó almennt ekki við þá ráðstöfun.
- Viðmið um að 10% eigna sjóðsins skuli vera laust hvern dag hefur verið fellt út með vísan til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa. Í ljósi stærðar sjóðsins og með tilliti til bættra aðferða við lausafjárstýringu hans þykir ekki ástæða til að hafa svo hátt hlutfall eigna í lausu fé.
- Framsetningu þóknana Stefnis hf. er breytt en um er að ræða staðlaða málsgrein í sjóðum í rekstri félagsins. Þóknunin sjálf er óbreytt.
- Framsetningu heimildar sjóðsins til hámarksfjárfestingar í einstökum aðilum hefur verið uppfærð til samræmis við að honum er nú heimilt að fjárfesta í víxlum fjármálafyrirtækja. Hámarksfjárfesting í einum aðila er nú 40%, að uppfylltum sérstökum skilyrðum.
Nýja útboðslýsingu má nálgast hér í heild sinni.
Við minnum á að afgreiðslugjald vegna viðskipta með sjóði í netbanka Arion banka hefur verið afnumið.
Frekari upplýsingar um Stefni – Lausafjársjóð má finna hér.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...