Frétt

07. desember 2015

REG 1 12 1

REG 1 12 1
Þann 12. október 2012 gaf fagfjárfestasjóðurinn REG 1, kt. 680912-9390, út skuldabréf að fjárhæð kr. 5.500.000.000,- Skuldabréfið er skráð í OMX Kauphöll Íslands undir auðkenninu REG 1 12 1.

Í framhaldi af tilkynningu frá 20. nóvember 2015 er boðað til fundar eigenda skuldabréfaflokksins. Fundurinn mun fara fram þann 7. desember 2015 kl. 15:00 að Borgartúni 19, 105 Reykjavík.

Á fundinum verður óskað eftir afstöðu eigenda skuldabréfaflokksins varðandi heimild til handa útgefanda til þess að stækka skuldabréfaflokkinn REG 1 12 1 um allt að kr. 1.500.000.000,- að nafnverði þannig að heildar útgefið nafnverð verði allt að 7.000.000.000,-

Í skilmálum skuldabréfaflokksins REG 1 12 1 kemur fram að til að samþykkja skilmálabreytingu á skuldabréfaflokknum þarf útgefandi samþykki 90% eigenda útgefinna skuldabréfa flokksins m.v. fjárhæð.

Frekari upplýsingar og gögn má nálgast hjá Jóni Finnbogasyni (jon.finnbogason@stefnir.is), forstöðumanni skuldabréfa hjá Stefni hf.
Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...