Frétt

01. febrúar 2016

Nýr forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni

Nýr forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni

Arnar Ragnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni.

Frá árinu 2012 hefur Arnar starfað sem sjóðstjóri í framtaksfjárfestingum hjá Stefni.
Arnar hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2002, m.a. sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og fyrirtækjaráðgjafar hjá Arion banka. Arnar hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Hann situr nú í stjórn Festi hf., og annarra félaga tengdum rekstri framtaksfjárfestinga hjá Stefni.

Arnar er með B.S. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá INSEAD í Frakklandi jafnframt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Til baka

Fleiri fréttir

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.

11.september 2025

Hálfsársbréf frá framkvæmdastjóra Stefnis til eigenda í sjóðum

Meðfylgjandi er fyrsta hálfsárs-bréf framkvæmdastjóra Stefnis. Þar er farið yfir helstu atriði í rekstri Stefnis, stöðu á verðbréfamörkuðum og hugleiðingar um...

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...