Frétt

11. júlí 2016

Stefnir lýkur fjármögnun á 12,8 milljarða framtakssjóði

Stefnir lýkur fjármögnun á 12,8 milljarða framtakssjóði

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á 12,8 milljarða framtakssjóði, SÍA III. Hluthafar í sjóðnum eru um 40 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum. Stefnir hefur verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á undanförnum árum og hafa sjóðir í rekstri Stefnis ásamt meðfjárfestum komið að fjárfestingum fyrir yfir 40 milljarða í íslensku atvinnulífi. SÍA III er stofnaður í framhaldi af af SÍA II sem hefur á síðastliðnum árum fjárfest í Skeljungi, Festi, Verne Global og Kynnisferðum.

SÍA III mun fjárfesta í hlutafé óskráðra fyrirtækja með það að markmiði að taka þátt í uppbyggingu, vexti og virðisaukningu þeirra. SÍA sjóðirnir hafa á undanförnum árum gegnt mikilvægu hlutverki við að miðla fjármagni og styrkja rekstur þeirra fyrirtækja sem sjóðirnir eru hluthafar í. Þá hafa sjóðirnir tekið þátt í í uppbyggingu hlutabréfamarkaðar hér á landi, en SÍA sjóðirnir hafa komið að skráningu tveggja félaga í Kauphöll og undirbúningur er hafinn fyrir skráningu Skeljungs.

„Við erum mjög ánægð með það traust sem viðskiptavinir okkar, bæði þeir sem hafa fylgt okkur á síðustu árum og þeir sem nú bætast í hópinn, sýna okkur með þátttöku í SÍA III. Framundan eru miklar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi og stefna SÍA III er að vera virkur þátttakandi í því að styðja við og efla íslensk fyrirtæki til að gera þeim kleift að nýta þau tækifæri sem eru til staðar og takast á við breytingar í sínum rekstri“, segir Arnar Ragnarsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni.

Stefnir er dótturfélag Arion banka og stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 400 milljarða króna í virkri stýringu. Hjá Stefni starfa 22 sérfræðingar í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið í kringum framtaksfjárfestingar. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996.

Til baka

Fleiri fréttir

17.desember 2025

Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi

Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.