Frétt

23. september 2016

Fjárfestingarsjóðurinn Stefnir – Samval er 20 ára

Fjárfestingarsjóðurinn Stefnir – Samval er 20 ára

Sjóðir Stefnis eiga margir hverjir langa og farsæla ávöxtunarsögu. Einn þeirra er fjárfestingarsjóðurinn Stefnir – Samval sem fagnar nú 20 ára samfelldri rekstrarsögu. Þrátt fyrir sveiflur og skakkaföll á fjármálamörkuðum hefur stýring sjóðsins gengið vel. Sjóðurinn hefur víðar fjárfestingarheimildir og veitir það sjóðstjóra tækifæri til þess að færa eignir á milli þeirra eignaflokka sem vænlegastir þykja hverju sinni.

Það er ánægjulegt hversu margir einstaklingar eru sjóðfélagar í sjóðnum og eru þeir nú yfir 4000 talsins. Margir þeirra hafa um árabil verið skráðir í reglulegan sparnað í sjóðnum.

Á sama tíma og við óskum sjóðsfélögum í Stefni-Samvali til hamingju með afmælið bendum við á að það er aldrei of seint að hefja sparnað í sjóðum Stefnis.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...