Frétt

02. desember 2016

SF IV slhf. afhendir hluti í Skeljungi til hluthafa

SF IV slhf. afhendir hluti í Skeljungi til hluthafa

Nú er lokið vel heppnuðu hlutafjárútboði Skeljungs hf. þar sem SF IV slhf, félag í rekstri Stefnis, seldi m.a. 23,5% hlut í Skeljungi. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í útboðinu en alls var seldur 31,5% hlutur í Skeljungi á 6.9kr. pr. hlut, en það eru efri mörk verðbils útboðsins. Áætlað er að viðskipti með hluti í Skeljungi hefjist á aðalmarkaði Nasdaq þann 9. desember næstkomandi.

Stefnir hefur verið leiðandi aðili í framtaksfjárfestingum á Íslandi frá árinu 2011. Í rekstri framtakssjóða hefur félagið meðal annars horft til fjárfestingar í félögum sem henta vel til skráningar á markað, fjárfestum til hagsbóta. Útboð Skeljungs og afhending hluta í félaginu til fjárfesta er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð.

 

Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...