Frétt

02. desember 2016

SF IV slhf. afhendir hluti í Skeljungi til hluthafa

SF IV slhf. afhendir hluti í Skeljungi til hluthafa

Nú er lokið vel heppnuðu hlutafjárútboði Skeljungs hf. þar sem SF IV slhf, félag í rekstri Stefnis, seldi m.a. 23,5% hlut í Skeljungi. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í útboðinu en alls var seldur 31,5% hlutur í Skeljungi á 6.9kr. pr. hlut, en það eru efri mörk verðbils útboðsins. Áætlað er að viðskipti með hluti í Skeljungi hefjist á aðalmarkaði Nasdaq þann 9. desember næstkomandi.

Stefnir hefur verið leiðandi aðili í framtaksfjárfestingum á Íslandi frá árinu 2011. Í rekstri framtakssjóða hefur félagið meðal annars horft til fjárfestingar í félögum sem henta vel til skráningar á markað, fjárfestum til hagsbóta. Útboð Skeljungs og afhending hluta í félaginu til fjárfesta er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð.

 

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...