Frétt

02. desember 2016

SF IV slhf. afhendir hluti í Skeljungi til hluthafa

SF IV slhf. afhendir hluti í Skeljungi til hluthafa

Nú er lokið vel heppnuðu hlutafjárútboði Skeljungs hf. þar sem SF IV slhf, félag í rekstri Stefnis, seldi m.a. 23,5% hlut í Skeljungi. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í útboðinu en alls var seldur 31,5% hlutur í Skeljungi á 6.9kr. pr. hlut, en það eru efri mörk verðbils útboðsins. Áætlað er að viðskipti með hluti í Skeljungi hefjist á aðalmarkaði Nasdaq þann 9. desember næstkomandi.

Stefnir hefur verið leiðandi aðili í framtaksfjárfestingum á Íslandi frá árinu 2011. Í rekstri framtakssjóða hefur félagið meðal annars horft til fjárfestingar í félögum sem henta vel til skráningar á markað, fjárfestum til hagsbóta. Útboð Skeljungs og afhending hluta í félaginu til fjárfesta er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð.

 

Til baka

Fleiri fréttir

17.desember 2025

Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi

Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.