Frétt

25. janúar 2017

Jóhann G. Möller er nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni

Jóhann G. Möller er nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni

Jóhann G. Möller hefur verið ráðinn forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.

Jóhann hefur starfað samfleytt á fjármálamarkaði frá árinu 2001 á sviði eignastýringar og ráðgjafar. Frá árinu 2006 hefur hann stýrt innlendum hlutabréfasjóðum Stefnis innan hlutabréfateymis félagsins og leitt þar uppbyggingu eignaflokksins sem fjárfestingakosts fyrir almenning og fagfjárfesta. Undir hlutabréfateymi Stefnis falla innlendir og erlendir hlutabréfasjóðir.

Jóhann er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, jafnframt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

 

Til baka

Fleiri fréttir

17.desember 2025

Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi

Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.