Frétt
Jóhann G. Möller er nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni
Jóhann G. Möller hefur verið ráðinn forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.
Jóhann hefur starfað samfleytt á fjármálamarkaði frá árinu 2001 á sviði eignastýringar og ráðgjafar. Frá árinu 2006 hefur hann stýrt innlendum hlutabréfasjóðum Stefnis innan hlutabréfateymis félagsins og leitt þar uppbyggingu eignaflokksins sem fjárfestingakosts fyrir almenning og fagfjárfesta. Undir hlutabréfateymi Stefnis falla innlendir og erlendir hlutabréfasjóðir.
Jóhann er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, jafnframt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Fleiri fréttir
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...