Frétt

08. mars 2017

Hádegisverðarfundur um stjórnunarhætti fyrirtækja á Norðurlöndum - Hvað fer í raun fram?

Hádegisverðarfundur um stjórnunarhætti fyrirtækja á Norðurlöndum - Hvað fer í raun fram?

Stefnir ásamt Viðskiptadeild HR, Rannsóknarmiðstöð HR í stjórnarháttum, Deloitte og LOGOS bjóða til hádegisverðarfundar þann 10. mars um samanburð á stjórnarháttum Norrænna fyrirtækja, þar á meðal Íslands.

Sven-Erik Sjöstrand, prófessor við Stockholm School of Economics, kynnir helstu niðurstöður rannsóknar, þar sem fjárfestar, stjórnarmenn og forstjórar lýsa hvernig þeir tóku á yfir 1.000 stjórnarmálum.

Meðal þeirra spurninga sem rannsóknin tekur til og verður rætt á fundinum:

  • Hvaða hlutverk hafa eigendur þegar kemur að stjórnarháttum?
  • Hvaða „stjórnarháttar-tækjum“ geta eigendur beitt?
  • Hverjir ákveða hvaða málefni eru mikilvæg í rekstri fyrirtækis?
  • Hvaða áhrif hefur stjórn á slík mikilvæg mál?
  • Hvaða virði skapa stjórnir við stefnumörkun fyrirtækis?
  • Að hversu miklu marki geta fyrirtæki þróað sína eigin stjórnarhætti?
Dagskrá:

12:00 - 12:10 Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti, kynnir málefnið og fyrirlesarann
12:10 - 12:50 How is Corporate Governance Performed in the Nordic Countries? Dr. Sven-Erik Sjöstrand, prófessor við Stockholm School of Economics
12:50 - 13:00 Umræður

Fundurinn fer fram á ensku.

Aðgangseyrir er 7.500 kr. Innifalið er fyrirlesturinn, hádegisverður og eintak af bókinni Nordic Corporate Governance, sem kom út í desember 2016 og greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar.

Til baka

Fleiri fréttir

20.júní 2025

Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf

Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...

03.júní 2025

Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi

Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...