Frétt

08. mars 2017

Hádegisverðarfundur um stjórnunarhætti fyrirtækja á Norðurlöndum - Hvað fer í raun fram?

Hádegisverðarfundur um stjórnunarhætti fyrirtækja á Norðurlöndum - Hvað fer í raun fram?

Stefnir ásamt Viðskiptadeild HR, Rannsóknarmiðstöð HR í stjórnarháttum, Deloitte og LOGOS bjóða til hádegisverðarfundar þann 10. mars um samanburð á stjórnarháttum Norrænna fyrirtækja, þar á meðal Íslands.

Sven-Erik Sjöstrand, prófessor við Stockholm School of Economics, kynnir helstu niðurstöður rannsóknar, þar sem fjárfestar, stjórnarmenn og forstjórar lýsa hvernig þeir tóku á yfir 1.000 stjórnarmálum.

Meðal þeirra spurninga sem rannsóknin tekur til og verður rætt á fundinum:

  • Hvaða hlutverk hafa eigendur þegar kemur að stjórnarháttum?
  • Hvaða „stjórnarháttar-tækjum“ geta eigendur beitt?
  • Hverjir ákveða hvaða málefni eru mikilvæg í rekstri fyrirtækis?
  • Hvaða áhrif hefur stjórn á slík mikilvæg mál?
  • Hvaða virði skapa stjórnir við stefnumörkun fyrirtækis?
  • Að hversu miklu marki geta fyrirtæki þróað sína eigin stjórnarhætti?
Dagskrá:

12:00 - 12:10 Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti, kynnir málefnið og fyrirlesarann
12:10 - 12:50 How is Corporate Governance Performed in the Nordic Countries? Dr. Sven-Erik Sjöstrand, prófessor við Stockholm School of Economics
12:50 - 13:00 Umræður

Fundurinn fer fram á ensku.

Aðgangseyrir er 7.500 kr. Innifalið er fyrirlesturinn, hádegisverður og eintak af bókinni Nordic Corporate Governance, sem kom út í desember 2016 og greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar.

Til baka

Fleiri fréttir

17.desember 2025

Stefnir styður við aukið aðgengi að íbúðum í sameignarformi

Stefnir hefur gert breytingar á sameignarforminu sem sex sjóðir í rekstri fyrirtækisins hafa boðið fasteignarkaupendum í samvinnu við byggingaraðila...

20.nóvember 2025

Stefnir lýkur fjármögnun á fimmta framtakssjóði SÍA

Stefnir hf. hefur lokið fjármögnun á framtakssjóðnum SÍA V. Áskriftir í sjóðinn námu rúmum 15,2 ma.kr., en fjárfestar sjóðsins eru að mestu stofnanafjárfestar...

28.október 2025

Sjóðir Premíu: Ný nöfn, breytt fjárfestingarstefna og nýir flokkar þóknana

Stefnir hf. hefur á síðustu misserum ráðist í markvissar aðgerðir til að lækka gjöld hjá sjóðum félagsins.