Frétt
Sameining sjóða
Stefnis – Eignastýringarsjóðs og Stefnis – Samvals
Fjárfestingarsjóðirnir Stefnir – Eignastýringarsjóður og Stefnir – Samval verða sameinaðir þann 17. maí undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Við sameininguna tekur Samval við öllum eignum og skuldbindingum Eignastýringarsjóðs sem í kjölfarið verður slitið.
Ástæður sameiningarinnar eru breyttar áherslur í framboði sjóða Stefnis til einstaklinga. Samval var stofnaður árið 1996 og á sér langa og farsæla sögu en tæplega fjögurþúsund hlutdeildarskírteinishafar eru í sjóðnum. Eignir Samvals eru u.þ.b. 7,5 milljarðar, samanborið við tæplega 900 milljónir í Eignastýringarsjóði.
Samval fjárfestir samkvæmt fjárfestingarstefnu sinni í þeim eignaflokkum sem þykja henta best á hverjum tíma.Þar má nefna ríkisskuldabréf, hlutabréf og félög sem fyrirhugað er að skrá á hlutabréfamarkað en til að auka áhættudreifingu er einnig fjárfest í öðrum sjóðum. Umsýsluþóknun sjóðanna tveggja er sú sama en stærðarhagkvæmni er nokkur í hinum sameinaða sjóði og sameiningin því talin til hagsbóta fyrir hlutdeildarskírteinishafa Eignastýringarsjóðs.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...