Frétt
Anna Kristjánsdóttir nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni
Anna Kristjánsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns skuldabréfa hjá Stefni. Anna er einn reynslumesti skuldabréfasérfræðingur landsins og hefur starfað við stýringu skuldabréfa frá árinu 2002 þegar hún hóf störf hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. Hún hefur því starfað hjá Stefni og forverum í fimmtán ár og þekkir vel til allra skuldabréfasjóða félagsins. Skuldabréfateymi Stefnis stýrir fjölbreyttu úrvali sjóða sem samanlagt eru yfir 230 milljarðar að stærð. Um er að ræða opna sjóði sem seldir eru til almennings og fyrirtækja sem og sérhæfða fagfjárfestasjóði.
Anna er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Í sumar mun hún útskrifast með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands.
Jón Finnbogason sem gegnt hefur starfi forstöðumanns skuldabréfasviðs frá árinu 2013 tekur á sama tíma við nýju starfi forstöðumanns lánaumsýslu hjá Arion banka hf.
Fleiri fréttir
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...