Frétt
Stefnir – Erlend hlutabréf -ISK og -EUR og Stefnir – Scandinavian Fund sameinast
Verðbréfasjóðirnir Stefnir – Erlend hlutabréf –ISK og –EUR og Stefnir – Scandinavian Fund verða sameinaðir þann 31. ágúst nk. undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Við sameininguna tekur Stefnir - Scandinavian Fund við öllum eignum og skuldbindingum sjóðanna sem í kjölfarið verður slitið. Hægt er að eiga viðskipti með Stefni – Erlend hlutabréf –ISK og -EUR til og með 23. ágúst nk.
Með samrunanum er vöruframboð erlendra sjóða einfaldað auk þess sem nokkurt hagræði næst í rekstri sjóðanna. Eftir samruna munu hlutdeildarskírteinishafar njóta krafta stærri sjóðs en áður.
Stefnir – Scandinavian Fund fjárfestir að stærstum hluta í bréfum fyrirtækja sem tilheyra Skandinavíu, og hefur að auki heimild til fjárfestingar í bréfum fyrirtækja í Eystrasaltsríkjunum. Sjóðurinn hentar stofnanafjárfestum, fyrirtækjum og einstaklingum.
Fleiri fréttir
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...