Frétt
Sjóðir Stefnis kaupa hlut í Arion banka
Arion banki og Kaupþing hafa tilkynnt um sölu á 5,34% hlut í bankanum. Fjórir sjóðir í rekstri Stefnis eru meðal kaupenda. Um eftirtalda sjóði er að ræða:
- Stefnir – ÍS-5
- Stefnir – ÍS-15
- Stefnir – Samval
- Eignaval – Hlutabréf
Arion banki er móðurfélag Stefnis sem mögulega getur leitt af sér hagsmunaárekstra. Stefnir hefur innleitt margvíslegar reglur og ráðstafanir sem m.a. er ætlað að taka á hagsmunaárekstrum og tryggja að starfsmenn félagsins líti með hlutlægum hætti á fjárfestingarkosti. Þar á meðal er stefna um hagsmunaárekstra sem birt er á heimasíðu félagsins.
Í samræmi við lög og reglur horfir Stefnir aðeins til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa sinna þegar tekin er ákvörðun um fjárfestingu. Eftir nákvæma skoðun á Arion banka sem fjárfestingarkosti og að höfðu samráði við innri eftirlitsaðila er það mat Stefnis að fjárfestingin þjóni hagsmunum sjóðanna. Samanlögð heildarstærð sjóðanna fjögurra er um 45 ma. kr. og að baki þeirri fjárhæð eru u.þ.b. 7.000 hlutdeildarskírteinishafar. Fjárfesting sjóðanna í Arion banka nemur 1.300 m. kr., eða 0,73% af útgefnu hlutafé.
Allar nánari upplýsingar veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, floki.halldorsson@stefnir.is.
Fleiri fréttir
20.júní 2025
Stefnir leitar að sérfræðingum í áhugaverð störf
Leitað er að einstaklingum með brennandi áhuga á sjóðastýringu og íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Um er að ræða starf sérfræðings í almenn störf innan...
03.júní 2025
Stefnir og HILI hefja samstarf um fyrsta íbúðasjóð Íslands í sameignarformi
Stefnir hf. hefur gert samstarfssamning við HILI með það að markmiði að opna aðgang að nýjum eignaflokki fyrir fjárfesta með því að fjárfesta í vönduðum...
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...