Frétt

14. febrúar 2018

Sjóðir Stefnis kaupa hlut í Arion banka

Sjóðir Stefnis kaupa hlut í Arion banka

Arion banki og Kaupþing hafa tilkynnt um sölu á 5,34% hlut í bankanum. Fjórir sjóðir í rekstri Stefnis eru meðal kaupenda. Um eftirtalda sjóði er að ræða:

  • Stefnir – ÍS-5
  • Stefnir – ÍS-15
  • Stefnir – Samval
  • Eignaval Hlutabréf

Arion banki er móðurfélag Stefnis sem mögulega getur leitt af sér hagsmunaárekstra. Stefnir hefur innleitt margvíslegar reglur og ráðstafanir sem m.a. er ætlað að taka á hagsmunaárekstrum og tryggja að starfsmenn félagsins líti með hlutlægum hætti á fjárfestingarkosti. Þar á meðal er stefna um hagsmunaárekstra sem birt er á heimasíðu félagsins.

Í samræmi við lög og reglur horfir Stefnir aðeins til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa sinna þegar tekin er ákvörðun um fjárfestingu. Eftir nákvæma skoðun á Arion banka sem fjárfestingarkosti og að höfðu samráði við innri eftirlitsaðila er það mat Stefnis að fjárfestingin þjóni hagsmunum sjóðanna. Samanlögð heildarstærð sjóðanna fjögurra er um 45 ma. kr. og að baki þeirri fjárhæð eru u.þ.b. 7.000 hlutdeildarskírteinishafar. Fjárfesting sjóðanna í Arion banka nemur 1.300 m. kr., eða 0,73% af útgefnu hlutafé.

Allar nánari upplýsingar veitir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, floki.halldorsson@stefnir.is.


Til baka

Fleiri fréttir

15.apríl 2025

Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis

Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...

30.janúar 2025

Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.

Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...