Frétt
Áhrif og ákvarðanir stjórna. Ráðstefna um góða stjórnarhætti í Háskóla Íslands.
Stefnir hefur um árabil stutt við málefni góðra stjórnarhátta og var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að hljóta nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
Þann 10. apríl næstkomandi verður ráðstefna á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti í Háskóla Íslands. Aðalfyrirlesari er Bob Garratt, Prófessor við Cass Business School, London og höfundur bókarinnar: Stop the Rot: Reframing Governance for Directors and Politicians.
Flóki Halldórsson framkvæmdastjóri Stefnis tekur þátt í pallborðsumræðum um áhrif og ákvarðanir stjórna ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórði Magnússyni og Þóreyju S. Þórðardóttur.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu má finna hér.
Fleiri fréttir
15.apríl 2025
Engin upphafsþóknun eða lágmarkskaup í sjóðum Stefnis
Stefnir hefur fellt niður upphafsþóknun vegna viðskipta í sjóðum félagsins þegar viðskipti eiga sér stað í gegnum Arion appið eða netbanka þar sem ekkert...
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...